Ferlinefnd fatlaðs fólks
Ár 2017, fimmtudaginn 27. apríl, var haldinn 33. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.39. Fundinn sátu: Magnús Már Guðmundsson, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Lilja Sveinsdóttir og Ragnheiður Gunnarsdóttir. Bergur Þorri Benjamínsson varafulltrúi sat fundinn í stað Grétars Péturs Geirssonar. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Anna Kristinsdóttir, Ólafur Ólafsson og Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fram fer umfjöllun um aðgengi að sundlaugum í Reykjavík.
Starfshópur hjá umhverfis- og skipulagssviði tekur málið til meðferðar.
2. Fram fer umfjöllun um ársskýrslu ferlinefndar 2016.
Frestað.
Fundi slitið kl. 12.35
Magnús Már Guðmundsson
Bryndís Snæbjörnsdóttir Lilja Sveinsdóttir
Ragnheiður Gunnarsdóttir Bergur Þorri Benjamínsson