Ferlinefnd fatlaðs fólks
Ár 2017, fimmtudaginn 23. mars, var haldinn 32. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.38. Fundinn sátu: Magnús Már Guðmundsson, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Lilja Sveinsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ingólfur Már Magnússon og Ragnhildur G. Guðmundsdóttir. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Ólafur Ólafsson og Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fram fer umfjöllun um vefaðgengismál.
Hreinn Hreinsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Fram fer umfjöllun um reglur um afnot af borgarlandi vegna skilta og útstillinga.
Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 12.27 víkur Bryndís Snæbjörnsdóttir af fundi
3. Fram fer umfjöllun um forgang í vetrarþjónustu í Reykjavík.
Björn Ingvarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
4. Fram fer umfjöllun um erindi vegna hljóðmerkjabúnaðar við gönguljós í Reykjavík.
Ferlinefnd samþykkir að senda svohljóðandi fyrirspurn til umhverfis- og skipulagsráðs:
Í svari umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 25. janúar 2017, við fyrirspurn í ferlinefnd frá fulltrúa Öryrkjabandalags Íslands, dags. 9. nóvember 2016, um hljóðmerkjabúnað við gönguljós í Reykjavík kemur fram að við breytingar á búnaðinum sé forgangsraðað eftir mikilvægi og fjárveitingum hverju sinni. Af því tilefni beinir ferlinefnd eftirfarandi fyrirspurn til umhverfis- og skipulagsráðs:
1. Er til áætlun um að setja upp gangbrautarbúnað með hjóðmerkjum á öllum umferðarljósum í Reykjavík?
2. Hve miklum fjármunum verður varið til þess á árinu 2017?
3. Hvenær er áætlað að vinnu við að setja gangbrautarbúnað með hljóðmerkjum upp á öllum umferðarljósum í Reykjavík verði lokið?
5. Fram fer umfjöllun um uppsetningu á lyftu í Gröndalshúsi.
Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Ferlinefnd vekur athygli SEA, skrifstofu atvinnu og eignaþróunar, og menningar- og ferðamálaráðs á mikilvægi þess að hugað sé að aðgengismálum strax í upphafi þegar ráðist er í umfangsmikla endurgerð á húsnæði sem ætlað er að hýsa opinbera starfsemi líkt og Gröndalshús og áætla fjármagn við gerð aðgengislausna. Einnig að slík endurgerð sé kynnt fyrir ferlinefnd á undirbúningstigi. Þrátt fyrir uppsetningu lyftu við Gröndalshús og viðamiklar breytingar innanhús verður starfsemi Gröndalshúss einungis aðgengileg hreyfhömluðu fólki að hluta og harmar ferlinefnd þá niðurstöðu. Þá vekur ferlinefnd athygli SEA og menningar- og ferðamálaráðs á því að við undirbúning og endurgerð Gröndalshús hafi aldrei verið leitað til ferlinefndar fyrr en nú þegar fjármuni vantaði við að koma fyrir lyftu við inngang og tryggja þannig aðgengi að sýningarrými hússins. Ferlinefnd samþykkir eftirfarandi tillögu: Ferlinefnd felst á beiðni SEA, skrifstofu eigna og atvinnu, um kaup á lyftu við Gröndalshús. Heimild nefndarinnar nær til kaupa á lyftu að upphæð 2,6 milljónir króna sem komið verður fyrir við inngang.
Fundi slitið kl. 13.01
Magnús Már Guðmundsson
Ingólfur Már Magnússon Lilja Sveinsdóttir
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir Ragnheiður Gunnarsdóttir