Ferlinefnd fatlaðs fólks - Fundur nr. 31

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2017, fimmtudaginn  9. mars, var haldinn 31. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.32. Fundinn sátu: Magnús Már Guðmundsson, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Lilja Sveinsdóttir og Ingólfur Már Magnússon. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Anna Kristinsdóttir, Magnús Haraldsson og Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umfjöllun um aðgengi að sundlaugum í Reykjavík.

Fulltrúum íþrótta- og tómstundasviðs falið að vinna tillögu að forgangsröðun framkvæmda.

Samþykkt.

Guðrún Arna Gylfadóttir, Logi Sigurfinnsson og Steinþór Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Fram fer umfjöllun um aðgengisviðurkenningu Reykjavíkurborgar.

3. Lagt fram erindi til umhverfis- og skipulagsráðs vegna hljóðmerkjabúnaðar við gönguljós í Reykjavík.

Frestað.

4. Fram fer kynning á bættu aðgengi fyrir fólk með hreyfihömlun að Gröndalshúsi.

Jón Valgeir Björnsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 12.58

Magnús Már Guðmundsson

Ingólfur Már Magnússon Lilja Sveinsdóttir

Bryndís Snæbjörnsdóttir