Ferlinefnd fatlaðs fólks - Fundur nr. 3

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2014, fimmtudaginn 4. desember, var haldinn 3. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:30. Fundinn sátu: Líf Magneudóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Arnar Helgi Lárusson, Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, Lilja Sveinsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir og Bryndís Snæbjörnsdóttir. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Anna Kristinsdóttir, Magnús Haraldsson og Tómas Ingi Adolfsson, sem einnig var fundarritari. 

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á ferlimálum við Úlfarsfell. 

Þórólfur Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Fram fer kynning á aðgengismálum við Breiðholtslaug.

Lagðar eru fram myndir af bílastæðum við Breiðholtslaug.

Bókun: Ferlinefnd telur ekki vera ástæðu til þess að ráðast til framkvæmda á bílastæðum fyrir fatlaða við Breiðholtslaug að svo stöddu þar sem laugin er óaðgengileg fötluðu fólki. Brýnt forgangsmál er að sundlaugin sé gerð aðgengileg.

Samþykkt.

3. Fram fer kynning á viðbyggingu við Klettaskóla.

Einar Hjálmar Jónsson, Garðar Guðnason, Sigurður Gústafsson og Erla Gunnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Frestað. Rýnt á milli funda.

4. Fram fer kynning á ferlimálum blindra og sjónskertra.

Frestað.

5. Farið yfir stöðu á málum sem eru í vinnslu.

Ósk um úttekt á húsnæði Borgarbókasafnsins í Spönginni.

Samþykkt.

Lagt til að fara í úttekt á Bíó Paradís.

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:59

Líf Magneudóttir

Ragnheiður Gunnarsdóttir Arnar Helgi Lárusson

Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Lilja Sveinsdóttir

Ragnhildur Guðmundsdóttir Bryndís Snæbjörnsdóttir