Ferlinefnd fatlaðs fólks - Fundur nr. 29

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2017, fimmtudaginn 9. febrúar, var haldinn 29. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.37. Fundinn sátu: Magnús Már Guðmundsson, Lilja Sveinsdóttir, Ingólfur Már Magnússon, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og Grétar Pétur Geirsson. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Ólafur Ólafsson og Tómas Ingi Adolfsson, sem einnig var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram kostnaðaráætlun og uppdráttur frá umhverfis- og skipulagssviði, dags. 9. febrúar 2017, vegna bílastæða fyrir fólk með hreyfihömlun við Árbæjarsafn.

2. Fram fer kynning á framkvæmdum á útisvæði við leikskólann Bakkaborg. Ólafur Ólafsson kynnir.

Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Ferlinefnd þakkar fyrir kynningu á endurgerð og viðhaldsframkvæmdum við lóð og bílastæði leikskólans Bakkaborgar í Breiðholti. Nefndin fagnar því að um leið séu tröppur við innganga aflagaðar og að aðgengi skuli vera bætt með skábrautum.

3. Lagt fram svar frá umhverfis- og skipulagssviði, dags. 25. janúar 2017, við fyrirspurn frá fulltrúa Öryrkjabandalags Íslands, dags. 9. nóvember 2016, um hljóðmerkjabúnað við gönguljós í Reykjavík.

4. Fram fer umræða um aðgengisdag.

5. Fram fer umræða um tillögu að endurskoðun á samþykkt ferlinefndar.

Fundi slitið kl. 12.30

Magnús Már Guðmundsson

Ingólfur Már Magnússon Lilja Sveinsdóttir

Ragnheiður Gunnarsdóttir Grétar Pétur Geirsson

Ragnhildur G. Guðmundsdóttir