Ferlinefnd fatlaðs fólks - Fundur nr. 28

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2017, fimmtudaginn 26. janúar, var haldinn 28. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11: 52. Fundinn sátu: Magnús Már Guðmundsson, Lilja Sveinsdóttir, Ingólfur Már Magnússon, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og Grétar Pétur Geirsson. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Ólafur Ólafsson og Arnþrúður Ingólfsdóttir, sem einnig var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umfjöllun um aðgengismál í Breiðholtslaug.

Tillaga um fjárveitingu, að upphæð kr. 4 milljónir, samþykkt.

2. Lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar og Velferðarráðuneytisins, dags. 30. desember 2016, um styrk til framkvæmda á aðgengisúttektum á grunnskólum í Reykjavík.

3. Lagt fram svar, dags. 25. janúar 2017, frá umhverfis- og skipulagssviði, við fyrirspurn frá fulltrúa Öryrkjabandalags Íslands, dags. 9. nóvember 2016, um hljóðmerkjabúnað við gönguljós í Reykjavík.

Frestað.

4. Fram fer umfjöllun um uppsetningu á tónmöskvum í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar.

Fundi slitið kl. 12:33

Magnús Már Guðmundsson

Ingólfur Már Magnússon Ragnheiður Gunnarsdóttir

Lilja Sveinsdóttir Grétar Pétur Geirsson

Ragnhildur G. Guðmundsdóttir