Ferlinefnd fatlaðs fólks - Fundur nr. 27

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2016, fimmtudaginn 15. desember var haldinn 27. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.10.05. Fundinn sátu: Magnús Már Guðmundsson, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ingólfur Már Magnússon og Lilja Sveinsdóttir. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Anna Kristinsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson, sem einnig var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umfjöllun um ársskýrslu ferlinefndar 2016.

2. Fram fer umfjöllun um verkefni stýrihóps um heildstæða stefnu í aðgengismálum.

3. Fram fer kynning á áætlun yfir fundi ferlinefndar árið 2017.

4. Fram fer umræða um túlkun á menningarviðburðum á vegum Reykjavíkurborgar.

Fundi slitið kl. 11.35

Magnús Már Guðmundsson

Ingólfur Már Magnússon Bryndís Snæbjörnsdóttir

Ragnheiður Gunnarsdóttir Lilja Sveinsdóttir