Ferlinefnd fatlaðs fólks - Fundur nr. 26

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2016, fimmtudaginn 24. nóvember var haldinn 26. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.34. Fundinn sátu: Magnús Már Guðmundsson, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir og Ragnhildur G. Guðmundsdóttir. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Anna Kristinsdóttir, Ólafur Ólafsson og Tómas Ingi Adolfsson, sem einnig var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á aðgengisúttektum á Fjölskyldu- og húsdýragarðinum og Skautahöll Reykjavíkur.

Harpa Cilia Ingólfsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Kl. 12.20 víkur Ragnhildur G. Guðmundsdóttir af fundinum.

2. Fram fer kynning á vefnum Gott aðgengi.

Frestað.

Harpa Cilia Ingólfsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

3. Fram fer umfjöllun um ársskýrslu ferlinefndar.

Fulltrúum mannréttindaskrifstofu falið að vinna drög að ársskýrslu sem lögð verða fyrir nefndina í desember.

Fundi slitið kl. 12.50

Magnús Már Guðmundsson

Ingólfur Már Magnússon Bryndís Snæbjörnsdóttir

Ragnheiður Gunnarsdóttir Lilja Sveinsdóttir