Ferlinefnd fatlaðs fólks - Fundur nr. 25

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2016, fimmtudaginn 10. nóvember var haldinn 25. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.35. Fundinn sátu: Magnús Már Guðmundsson, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir og Ragnhildur G. Guðmundsdóttir. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Anna Kristinsdóttir, Ólafur Ólafsson og Tómas Ingi Adolfsson, sem einnig var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umfjöllun um aðgengismál við veitingastað í Laugarási og sambærileg mál sem snúa að Reykjavíkurborg.

Nikulás Úlfar Másson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lögð er fram samantekt, dags. 8.11.2016, á kostnaði við ferlimál á árinu 2016.

3. Fram fer umfjöllun um stöðu á framkvæmdum sem samþykktar hafa verið af ferlinefnd.

4. Lagt er fram erindi frá fulltrúa ÖBÍ, dags. 9.11.2016, varðandi hljóðmerkjabúnað við gönguljós í Reykjavík.

Samþykkt að vísa fyrirspurnum úr erindinu til samgöngustjóra.

Fundi slitið kl. 12.54

Magnús Már Guðmundsson

Ingólfur Már Magnússon Ragnhildur G. Guðmundsdóttir

Ragnheiður Gunnarsdóttir Lilja Sveinsdóttir

Bryndís Snæbjörnsdóttir