Ferlinefnd fatlaðs fólks
Ár 2016, fimmtudaginn 13. október var haldinn 24. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Laugardalslaug og hófst kl. 11.40. Fundinn sátu Magnús Már Guðmundsson, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir og Ragnhildur G. Guðmundsdóttir. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Anna Kristinsdóttir, Ólafur Ólafsson og Tómas Ingi Adolfsson, sem einnig var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fram fer umfjöllun um aðgengismál við leikskólann Gullborg.
Ferlinefnd samþykkir að leggja allt að 3,2 milljónum af fjárheimildum ferlinefndar til endurbóta við lóð eldri deildar við leikskólann Gullborg.
2. Lögð eru fram svör fulltrúa umhverfis- og skipulagssvið, dags. 11. október 2016, við fyrirspurnum frá fulltrúa Öryrkjabandalags Íslands, sem lagðar voru fram á fundi ferlinefndar þann 23.6.2016.
3. Lögð er fram tillaga frá umhverfis- og skipulagssviði, dags. 11. október 2016, um uppsetningu á tónmöskvum í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar.
Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt.
4. Fram fer umfjöllun um aðgengismál í Laugardalslaug.
Fundi slitið kl. 12.33
Magnús Már Guðmundsson
Ingólfur Már Magnússon Ragnhildur G. Guðmundsdóttir
Ragnheiður Gunnarsdóttir Lilja Sveinsdóttir