Ferlinefnd fatlaðs fólks - Fundur nr. 23

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2016, fimmtudaginn 25. ágúst var haldinn 23. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.09. Fundinn sátu: Magnús Már Guðmundsson, Grétar Pétur Geirsson, Lilja Sveinsdóttir, Snædís Rán Hjartardóttir, Bryndís Snæbjörnsdóttir og Ragnhildur G. Guðmundsdóttir. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Anna Kristinsdóttir, Ólafur Ólafsson og Tómas Ingi Adolfsson, sem einnig var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Lagt er fram erindi, dags. 14. júní 2016, frá skólastjóra Ingunnarskóla vegna aðgengismála í skólanum.

Samþykkt að setja upp stólpa á þremur stöðum og hurðaopnara við aðalinngang. Ferlinefnd telur æskilegt að leita annarra lausna við útfærslu vaska á salerni. Öðrum erindum hafnað.
2. Fulltrúi umhverfis- og skipulagssviðs kynnir tillögu vegna bílastæðis fyrir hreyfihamlaða við leikskólann Holt.

Samþykkt að setja upp skilti og yfirborðsmerkingu við bílastæðið.

3. Fram fer umfjöllun um stöðu aðgengismála í Laugardalslaug.

4. Fram fer umfjöllun um framkvæmdir í ferlimálum á árinu 2016.

5. Fram fer umfjöllun um endurnýjun á útisvæði við leikskólann Múlaborg.

Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt.
6. Lögð er fram úttekt, dags. 31. maí 2016, frá Aðgengi ehf., á aðgengi í Sæmundarskóla.

7. Fram fer umfjöllun um stöðu aðgengismála í Hólabrekkuskóla, Hvassaleitisskóla og Ingunnarskóla.

8. Lögð eru fram drög að skýrslu stýrihóps um stefnu í frístundaþjónustu, dags. 6. júlí 2016, til umsagnar ferlinefndar.

Ferlinefnd tekur undir umsögn mannréttindaskrifstofu um drögin.

Fundi slitið kl. 11.35

Magnús Már Guðmundsson

Snædís Rán Hjartardóttir Grétar Pétur Geirsson

Ragnhildur G. Guðmundsdóttir Bryndís Snæbjörnsdóttir

Lilja Sveinsdóttir