Ferlinefnd fatlaðs fólks
Ár 2016, fimmtudaginn 23. júní, var haldinn 22. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn á Höfðatorgi og hófst kl. 11:30. Fundinn sátu Magnús Már Guðmundsson, Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir og Ragnhildur G. Guðmundsdóttir. Einnig sátu fundinn Ólafur Ólafsson, Anna Kristinsdóttir og Jóna Vigdís Kristinsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
1. Fram fer umræða um aðgengismál við gatnamót á stofnbrautum. Hinrik Friðbertsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. Ákveðið var að óska eftir ítarlegri upplýsingum frá umhverfis- og skipulagssviði varðandi staðsetningu og tegundir hljóðbúnaðar við stofnbrautir og gangbrautir.
2. Fram fer umræða um uppsetningu á lyftum í Laugardalslaug. Ólafur Ólafsson kynnti. Verið er að vinna að uppsetningu á tveimur lyftum þar og áætluð verlok í ágúst 2016. Áætlaður kostnaður er kr. 5.000.000,-
3. Fram fer umræða um tillögu á fjölgun bílastæða fyrir hreyfihamlaða við Laugardalslaug. Ólafur Ólafsson sagði frá fyrirhugaðri uppsetningu á tveimur bílastæðum fyrir hreyfihamlaða við aðalinngang, alls verða því 5 bílastæði fyrir hreyfihamlaða við laugina. Áætluð verklok eru í ágúst 2016 og áætlaður kostnaður er kr. 1.700.000,-
Samþykkt.
4. Lagt fram bréf frá umhverfis- og skipulassviði dags. 17.05.2016 varðandi tillögu að endurskoðun á reglum um úthlutanir á P- merktum bílastæðum.
Ferlinefndin gerir engar athugasemdir við tillöguna.
5. Lagt fram svar frá sviðsstjóra SFS vegna aðgengisþarfa nemenda dags. 30.04.2016.
6. Fram fer umræða um aðgengi í Hólabrekkuskóla. Ólafur Ólafsson kynnti. Skólastjóri óskaði eftir breytingum og heildarkostnaður við verkið er kr. 20.000.000,-
Formanni falið að vinna að málinu.
7. Fram fer umræða um aðgengismál í Hvassaleitisskóla. Setja þarf upp salernisaðstöðu fyrir fatlaða nemendur. Formanni falið að vinna að málinu.
8. Fram fer umræða um aðgengismál í Ingunnarskóla. Formanni falið að vinna að málinu.
9. Fram fer umræða um aðgengismál í húsnæði á vegum Félagsbústaða. Vegna máls sem var til umræðu á fundi ferlinefndar 19. maí sl. greindi formaður frá samskiptum sínum við forsvarsmenn velferðarsviðs og Félagsbústaða. Komi upp sambærileg mál í framtíðinni skal vísa viðkomandi á Sjúkratryggingastofnun.
10. Lagðar fram eftirfarandi fyrirspurnir frá Ingólfi Má Magnússyni.
a. Hvernig er staðan með að setja upp tónmöskva í húsnæði Reykjavíkurborgar sem samþykkt var á fundi 7. apríl sl.?
b. Hvenær verður borgarbúum og öðrum tryggt sjónrænt aðgengi að viðburðum sem haldnir eru eða verða í borginni? (Sjónrænt er þegar ávörp eða samtöl er varpað á skjái eða tjöld).
c. Hvernig er staðan varðandi aðgengi þeirra sem hreyfihamlaðir eru að komast út í Viðey? Hef heyrt að það sé ekki aðstaða til að komast í og eða frá ferju. Er það í einhverju ferli að koma þessu í lag?
Fundi slitið kl. 13.09
Magnús Már Guðmundsson
Lilja Sveinsdóttir Ingólfur Már Magnússon
Ragnhildur G. Guðmundsdóttir