Ferlinefnd fatlaðs fólks - Fundur nr. 21

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2016, fimmtudaginn 19. maí, var haldinn 21. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:40. Fundinn sátu: Magnús Már Guðmundsson, Ingólfur Már Magnússon, Snædís Rán Hjartardóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og Bryndís Snæbjörnsdóttir. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Anna Kristinsdóttir, Ólafur Ólafsson og Tómas Ingi Adolfsson, sem einnig var fundarritari. 

Þetta gerðist:

1. Lagt er fram svar frá umhverfis- og skipulagssviði, dags. 3.5.2016, við fyrirspurn ferlinefndar, dags. 14.4.2016, til Vegagerðarinnar.

Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Ferlinefnd óskar eftir því að fá á sinn fund fulltrúa frá umhverfis- og skipulagssviði til að greina frá verklagi Reykjavíkurborgar þegar kemur að aðgengismálum við gatnamót og einkum staðsetningu hljóðmerkja. Nefndinni hafa borist ábendingar um að við fjölmörg gatnamót í borginni eru hljóðmerki í ólagi.

- Grétar Pétur Geirsson tekur sæti á fundinum kl. 11:44.

- Ragnheiður Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 11:45.

2. Lagt er fram erindi, dags. 6.5.2016, frá ráðgjafa á Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis, varðandi aðgengismál í húsnæði á vegum Félagsbústaða.

Ferlinefnd felur formanni og starfsmanni nefndarinnar að fylgja umræðum á fundinum eftir svo að hægt verði að leysa mál þessarar tilteknu fjölskyldu sem allra fyrst og koma með upplýsingar um framvindu málsins á næsta fund.

Samþykkt.

3. Fram fer umræða um tilnefningu ferlinefndar í stýrihóp um heildstæða stefnu í aðgengismálum.

Ferlinefnd samþykkir að formaður ferlinefndar taki sæti í stýrihópnum fyrir hönd nefndarinnar.

4. Fram fer umræða um mótun stefnu í aðgengismálum.

5. Fram fer umræða um tillögur að gerð aðgengisúttekta í Sæmundarskóla, Hólabrekkuskóla, Austurbæjarskóla og Breiðagerðisskóla.

Tillaga um að aðgengisúttektir verði gerðar á skólunum samþykkt.

6. Fram fer kynning á aðgengismálum í Norðlingaskóla.

Harpa Cilia Ingólfsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

- Ragnhildur G. Guðmundsdóttir víkur af fundi kl. 13:04.

Fundi slitið kl. 13:13

Magnús Már Guðmundsson

Snædís Rán Hjartardóttir Grétar Pétur Geirsson

Ingólfur Már Magnússon Ragnheiður Gunnarsdóttir

Bryndís Snæbjörnsdóttir