Ferlinefnd fatlaðs fólks
Ár 2016, miðvikudaginn 4. maí var haldinn 20. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:05. Fundinn sátu: Magnús Már Guðmundsson, Ingólfur Már Magnússon, Grétar Pétur Geirsson, Snædís Rán Hjartardóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Anna Kristinsdóttir, Ólafur Ólafsson og Tómas Ingi Adolfsson, sem einnig var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á tillögu um að leggja af bílastæði fyrir hreyfihamlaða við Borgartún 1.
Kolbrún Jónatansdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Ferlinefnd samþykkir tillöguna.
2. Fram fer kynning á tillögu um að færa bílastæði fyrir hreyfihamlaða við Árbæjarsafn nær safninu.
Guðbrandur Benediktsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Ferlinefnd þakkar safnstjóra Borgarsögusafns Reykjavíkur fyrir erindið og felur fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs í nefndinni að fylgja málinu eftir og kanna hvaða möguleikar eru til staðar.
3. Fram fer kynning á bílastæðum fyrir hreyfihamlaða við Sumargötur.
Hildur Gunnlaugsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
4. Fram fer kynning á niðurstöðum starfshóps um almenningssalerni.
Ólafur Ólafsson kynnir.
Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Ferlinefnd þakkar fyrir kynningu á skýrslu á niðurstöðu starfshóps um almenningssalerni. Nefndin telur afar brýnt að fjölga almenningssalernum jafnt í miðbænum og annars staðar í borginni með aðgengi sem þjóni mismunandi hópum. Þetta þarf að gera jafnt í byggingum og svæðum sem tilheyra Reykjavíkurborg auk samstarfsaðila borgarinnar og einkaaðila. Að auki telur ferlinefnt mikilvægt að komið verði upp færanlegum salernum í tengslum við hátíðir og stærri viðburði sem gott aðgengi er að.
5. Lagt er fram bréf frá mannréttindaskrifstofu, dags. 30.3.2016, þar sem óskað er umsagnar um tillögu frá samráðsvefnum Betri Reykjavík, dags. 29.2.2016, varðandi kynlausa klefa og klósett.
Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Aðgangi fatlaðs fólks að sturtuklefum og salernum á starfsstöðum borgarinnar er sums staðar ófullnægjandi, t.d. í búningsklefum sundlauga. Kynhlutlausir búningsklefar myndu bæta aðgengi fyrir fatlað fólk sem þarf að geta farið inn í klefa með aðstoðarfólk sitt óháð því af hvaða kyni aðstoðarfólkið er.
6. Fram fer umfjöllun um stöðu aðgengismála við Alþingisreit.
7. Fram fer umfjöllun um aðgengismál í Laugardalslaug.
8. Fram fer umfjöllun um erindi til skóla- og frístundasviðs vegna fatlaðra nemenda sem hefja nám í skólum í haust.
Ferlinefnd felur mannréttindaskristofu að senda skóla- og frístundasviði erindi og óska eftir upplýsingum um þá skóla þar sem fatlaðir nemendur hefja nám í haust svo nefndin hafi betri yfirsýn um stöðu mála þar sem hugsanlega þarf að grípa til aðgerða.
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 12:30
Magnús Már Guðmundsson
Snædís Rán Hjartardóttir Grétar Pétur Geirsson
Ingólfur Már Magnússon Ragnheiður Gunnarsdóttir