Ferlinefnd fatlaðs fólks - Fundur nr. 2

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2014, fimmtudaginn 6. nóvember, var haldinn 2. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:33. Fundinn sátu: Kristín Soffía Jónsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Arnar Helgi Lárusson, Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, Lilja Sveinsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir og Bryndís Snæbjörnsdóttir. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Magnús Haraldsson og Tómas Ingi Adolfsson, sem einnig var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Fram fer umræða um aðgengismál í Selásskóla.

Lagðar eru fram myndir af stöðum þar sem laga þarf aðgengi ásamt sundurliðaðri kostnaðaráætlun.

Lagt er til að fela fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs að vinna kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdina.

Samþykkt.

2. Fram fer umræða um  aðgengismál í Bíó Paradís.

Lagður er fram aðaluppdráttur byggingarfulltrúa af Hverfisgötu 54, dags. 18.1.2011, ásamt meðfylgjandi myndum.

Ferlinefnd leggur áherslu á að bæta aðgengi að Bíó Paradís hið fyrsta í samstarfi við  viðeigandi aðila. 

Lagt er til að fulltrúi umhverfis- og skipulagssviðs vinni málið áfram.

Samþykkt.

3. Fram fer umræða um bílastæðamál.

Lögð er fram mynd af bílastæðum fyrir hreyfihamlaða við Breiðholtslaug.

Lagt er til að fá kynningu á aðgengismálum í Breiðholtslaug á næsta fundi.

Samþykkt.

Lagt er til að fela fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs endurbætur á bílastæði við Ráðhús.

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 12:48

Kristín Soffía Jónsdóttir

Ragnheiður Gunnarsdóttir Arnar Helgi Lárusson

Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Lilja Sveinsdóttir

Ragnhildur Guðmundsdóttir Bryndís Snæbjörnsdóttir