Ferlinefnd fatlaðs fólks - Fundur nr. 19

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2016, fimmtudaginn 7. apríl var haldinn 19. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:35. Fundinn sátu: Kristín Soffía Jónsdóttir, Ingólfur Már Magnússon, Grétar Pétur Geirsson, Lilja Sveinsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir og Bryndís Snæbjörnsdóttir. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Magnús Haraldsson og Tómas Ingi Adolfsson, sem einnig var fundarritari. 

Þetta gerðist:

1. Fram fer umfjöllun um frumkvæðismál hjá umboðsmanni borgarbúa varðandi byggingareglugerð.

Ingi B. Poulsen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Fram fer kynning á uppdráttum að Dalskóla, menningarmiðstöð og sundlaug í Úlfarsárdal.

Heba Hertervig og Aðalheiður Kristjánsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Ánægjulegt er að sjá hversu vel hefur verið hugsað fyrir aðgengi allra við   hönnun á mannvirkjum, umhverfi og aðkomu við nýjan skóla, sundlaug og menningarmiðstöð sem rísa mun í Úlfarsárdal. Ferlinefnd leggur áherslu á að sami metnaður og forsjálni verði höfð að leiðarljósi í áframhaldandi uppbyggingu hverfisins og leitast verði við að nýta tækifæri sem felast í frekari uppbyggingu til að mæta þörfum fatlaðs fólks hvort sem er til búsetu, atvinnuþátttöku eða annarrar þjónustu.

3. Lagt er fram bréf frá skrifstofu borgarstjórnar, dags. 3.3.2016, vegna tillögu að stýrihóp um stefnu í aðgengismálum.

Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Ferlinefnd fagnar stofnun hópsins og hlakkar til samstarfsins.

4. Lagt er fram bréf frá mannréttindaskrifstofu, dags. 30.3.2016, þar sem óskað er umsagnar um tillögu frá samráðsvefnum Betri Reykjavík, dags. 29.2.2016, varðandi kynlausa klefa og klósett. 

Frestað.

5. Fram fer umfjöllun um aðgengi á gatnamótum við stofnbrautir.

Fulltrúum mannréttindaskrifstofu falið að senda Vegagerðinni bréf þar sem óskað er eftir stefnu Vegagerðarinnar í aðgengismálum við gatnamót.

Samþykkt.

6. Fram fer umfjöllun um aðgengismál við Alþingisreit.

Fulltrúum mannréttindaskrifstofu falið að senda bréf á umhverfis- og skipulagssvið um að tryggja þurfi gott aðgengi við Alþingisreitinn.

Samþykkt.

7. Starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs fer yfir stöðu á aðgengismálum í Laugardalslaug.

8. Fram fer umfjöllun um tónmöskva í húsnæði Reykjavíkurborgar.

Starfsmanni umhverfis- og skipulagssviðs falið að undirbúa kaup á tónmöskvum fyrir þjónustumiðstöðvar, afgreiðslur Borgarleikhúss, þjónustuvers í Borgartúni og Ráðhússins.

Samþykkt.

Fundi slitið kl. 13:24

Kristín Soffía Jónsdóttir

Bryndís Snæbjörnsdóttir Ingólfur Már Magnússon

Lilja Sveinsdóttir Grétar Pétur Geirsson

Ragnheiður Gunnarsdóttir