Ferlinefnd fatlaðs fólks
Ár 2016, fimmtudaginn 25. febrúar var haldinn 18. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:35. Fundinn sátu: Kristín Soffía Jónsdóttir, Ingólfur Már Magnússon, Bergur Þorri Benjamínsson, Lilja Sveinsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir og Bryndís Snæbjörnsdóttir. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Magnús Haraldsson, Anna Kristinsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson, sem einnig var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Lagt er fram bréf frá Öryrkjabandalagi Íslands, dags. 4.2.2016, um breytingu á fulltrúum í ferlinefnd.
2. Lagt er fram minnisblað frá forsætisnefnd, dags. 9.2.2016, um notkun fjarfundabúnaðar á fundum ráða og nefnda.
3. Lögð er fram skýrsla starfshóps, dags. 28.11.2012, um vetrarþjónustu gatna og stíga.
Frestað.
4. Fram fer umræða um aðgengismál í Borgarbókasafninu í Spönginni.
Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Ferlinefnd harmar að ekki hafi verið farið í viðeigandi aðgerðir við Borgarbókasafnið í Spönginni. Ferlinefnd áréttar að Borgarbókasafnið sé ekki aðgengilegt eins og staðan er í dag og krefst tafarlausra úrbóta.
5. Fram fer umræða um aðgengismál í Laugardalslaug.
Fulltrúi Öryrkjabandalags Íslands leggur fram eftirfarandi bókun:
Ekki er langt síðan farið var í viðamiklar og kostnaðarsamar breytingar á Laugardalslaug. Þrátt fyrir þessar breytingar virðist sem aðgengi fyrir fatlaða hafi verið fremur endasleppt. Ekki var gert ráð fyrir búnaði fyrir fatlaða til að komast hvorki ofaní sundlaug eða potta í þeim breytingum. Skýrsla Access Iceland Aðgengismerkjakerfið ehf staðfestir það. Skýrsla Access Iceland Aðgengismerkjakerfið ehf er síðan í júlí 2015 og undarlegt að ekki sé búið að koma neinu í framkvæmd, þrátt fyrir afgreiðslu ferlinefndar frá 23 júlí 2015 og ítrekaðar kvartanir sem meðal annars hafa ratað inn á borð fulltrúa ÖBÍ í ferlinefnd. Úr þessu verður að bæta með búnaðar kaupum og öðrum lagfæringum sem fram koma í skýrslu Access Iceland Aðgengismerkjakerfið ehf og það tafarlaust.
Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Ferlinefnd tekur undir bókun fulltrúa Öryrkjabandalagsins og leggur áherslu á að farið verði í aðgerðir strax.
Fundi slitið kl. 12:55
Kristín Soffía Jónsdóttir
Bryndís Snæbjörnsdóttir Ingólfur Már Magnússon
Lilja Sveinsdóttir Bergur Þorri Benjamínsson
Ragnhildur Guðmundsdóttir Ragnheiður Gunnarsdóttir