Ferlinefnd fatlaðs fólks
Ár 2015, miðvikudaginn 9. desember var haldinn 17. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:00. Fundinn sátu: Kristín Soffía Jónsdóttir, Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, Lilja Sveinsdóttir og Bryndís Snæbjörnsdóttir. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Magnús Haraldsson, Anna Kristinsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson, sem einnig var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Lögð er fram úrsögn frá fulltrúa Öryrkjabandalags Íslands, dags. 29.11.2015, úr ferlinefnd fatlaðs fólks.
2. Fram fer umræða um aðgengi að Laugardalslaug.
Fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs ásamt fulltrúum mannréttindaskrifstofu falið að vinna áfram að bættu aðgengi í laugina. Samþykkt að fjölga sérmerktum bílastæðum fyrir fatlaða við laugina.
Samþykkt.
3. Fram fer umræða um aðgengismál í Austurbæjarskóla.
Fulltrúum mannréttindaskrifstofu falið að senda erindi á umhverfis- og skipulagssvið og óska eftir samstarfi um að leita heildarlausna vegna aðgengismála í skólahúsnæðinu.
Samþykkt.
4. Lögð eru fram erindi, dags. 7.12.2015 og 8.12.2015, frá leikskólastjóra, varðandi aðgengismál í leikskólanum Múlaborg.
Fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs falið að verða við óskum Múlaborgar um hurðarpumpur og ramp. Fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs falið að skoða frekar beiðni um lyftur.
Samþykkt.
5. Fram fer umræða um salerni fyrir hreyfihamlaða í Háaleitisskóla-Hvassaleiti.
Fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs falið að ræða við arkitekt um mögulega lausn á salerni fyrir hreyfihamlaða í skólanum.
Samþykkt.
6. Lögð eru fram svör frá sýslumanni, dags. 18.11.2015 og 2.12.2015, við fyrirspurn um úthlutanir á P-merkjum.
Fulltrúum mannréttindaskrifstofu falið að senda bréf á samgöngustjóra þar sem óskað er eftir endurskoðun á úthlutun kortanna og frekari flokkun vegna mismunandi aðgengisþarfa.
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 12.58
Kristín Soffía Jónsdóttir
Bryndís Snæbjörnsdóttir Heiðdís Dögg Eiríksdóttir
Lilja Sveinsdóttir