No translated content text
Ferlinefnd fatlaðs fólks
Ár 2015, fimmtudaginn 29. október var haldinn 16. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:30. Fundinn sátu: Kristín Soffía Jónsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Lilja Sveinsdóttir og Bryndís Snæbjörnsdóttir. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Magnús Haraldsson, Anna Kristinsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson, sem einnig var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Lagt er fram svar velferðarráðuneytisins, dags. 22.9.2015, við styrkumsókn ferlinefndar vegna aðgengisúttekta.
2. Fram fer umræða um bílastæði fyrir hreyfihamlaða við leikskólann Hagaborg.
Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt.
3. Fram fer umræða um bílastæði fyrir hreyfihamlaða við frístundaheimilið Frostheima.
Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt.
4. Fram fer umræða um aðgengi að frístundaheimilinu við Laugarnesskóla.
Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt.
5. Fram fer umræða um endurbætur á salerni í Laugarnesskóla.
Fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs falið að útfæra tillögur að öðru en sturtuklefa á salerninu.
Samþykkt.
6. Fram fer umræða um hurðarpumpu í þjónustumiðstöð fyrir aldraða, Vesturgötu 7.
Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt.
7. Fram fer umræða um bílastæði fyrir hreyfihamlaða við leikskólann Gullborg.
Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt.
8. Fram fer umræða um sjónlínur á tröppur í Ásmundarsafni.
Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Ferlinefnd samþykkir bráðabirgðaaðgerðir en óskar jafnframt eftir upplýsingum um hvort til standi að endurbæta lóðina með tilliti til aðgengis fyrir alla.
- Ragnhildur G. Guðmundsdóttir víkur af fundi kl. 13:19.
9. Fram fer kynning á rútustæðum í miðbæ Reykjavíkur.
Hildur Gunnlaugsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Ferlinefnd leggur sterklega til að litur verði settur í stæðin, enda sýni reynslan að lituð stæði séu mun frekar virt.
Fundi slitið kl. 13:37
Kristín Soffía Jónsdóttir
Ragnheiður Gunnarsdóttir Bryndís Snæbjörnsdóttir
Lilja Sveinsdóttir