Ferlinefnd fatlaðs fólks - Fundur nr. 15

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2015, fimmtudaginn 1. október var haldinn 15. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:30. Fundinn sátu: Kristín Soffía Jónsdóttir, Arnar Helgi Lárusson, Lilja Sveinsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og Bryndís Snæbjörnsdóttir. Fundinn sátu einnig Anna Kristinsdóttir, Magnús Haraldsson og Arnþrúður Ingólfsdóttir sem einnig var fundarritari. 

Þetta gerðist:

1. Fram fer umræða um tillögur umhverfis- og skipulagssviðs að bættu aðgengi við Laugaveg út frá skýrslu sem unnin var af Skyttunum þremur.  

Snædís Rán Hjartardóttir tók sæti á fundinum undir þessum lið.

Ferlinefnd felur mannréttindaskrifstofu að vinna upp bréf til viðeigandi aðila við hverja athugasemd í tillögum sem unnin var upp úr skýrslu Skyttanna. 

2. Fram fer umræða um fjölgun bílastæða fyrir hreyfihamlaða við Skautahöllina og Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.

Ferlinefnd felur Magnúsi Haraldssyni að leggja til tillögur um bætt aðgengi á þessum stöðum. Lagt er til við umhverfis- og skipulagssvið að fyrirhuguð viðbótarstæði fyrir fatlað fólk sunnan megin á bílastæði Fjölskyldu- og húsdýragarðsins verði í norðvestur horni bílastæðisins. 

3. Lögð fram drög að bréfi til skóla- og frístundasviðs vegna komu nemenda með sértækar aðgengisþarfir í grunnskóla.

Fundi slitið kl. 12:15

Kristín Soffía Jónsdóttir

Arnar Helgi Lárusson Bryndís Snæbjörnsdóttir

Lilja Sveinsdóttir Ragnheiður Gunnarsdóttir

Ragnhildur G. Guðmundsdóttir