Ferlinefnd fatlaðs fólks
Ár 2015, fimmtudaginn 27. ágúst var haldinn 14. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:30. Fundinn sátu: Kristín Soffía Jónsdóttir, Arnar Helgi Lárusson, Lilja Sveinsdóttir og Bryndís Snæbjörnsdóttir. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Agnar Guðlaugsson og Tómas Ingi Adolfsson, sem einnig var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Fram fer umfjöllun um nýtt ræðupúlt í Ráðhúsi Reykjavíkur.
Hugmyndir að nýrri hönnun sem gera ráð fyrir hækkanlegum palli verða settar í hönnunarferli.
Samþykkt.
Bjarni Vilhelm Stefánsson og Halldór Nikulás Lárusson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Ragnheiður Gunnarsdóttir tekur sæti á fundinum kl. 11:40.
2. Fram fer kynning á endurbótum við Smiðjustíg.
Auður Ólafsdóttir og Hermann Ólafsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Ferlinefnd lýsir yfir ánægju sinni með hönnunina og að hönnuðir skoði möguleika á því að fræsa leiðarlínu í götuna.
3. Fram fer kynning á drögum að skýrslu starfshóps, dags. 2. júlí 2015, um almenningssalerni í Reykjavík.
Hrafnhildur Brynjólfsdóttir og Karen María Jónsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
4. Fram fer umfjöllun um tillögur umhverfis- og skipulagssviðs, ódags., að bættu aðgengi við Laugaveg sem unnar voru út frá skýrslu, dags. 13.8.2012, frá Skyttunum þremur um aðgengi við Laugaveg.
Frestað.
5. Fram fer umfjöllun um nýtt bílastæði fyrir hreyfihamlaða við Hagaskóla.
Tillaga umhverfis- og skipulagssviðs samþykkt.
6. Lögð er fram umsókn, dags. 20.8.2015, til Velferðarráðuneytisins vegna fjármögnunar á aðgengisúttektum í sundlaugum Reykjavíkurborgar.
7. Lögð er fram styrkbeiðni, dags. 19.8.2015, frá karlakórnum Fóstbræðrum, vegna uppsetningar á lyftu í Fóstbræðraheimilinu.
Starfsmanni ferlinefndar falið að svara erindinu.
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 12:51
Kristín Soffía Jónsdóttir
Arnar Helgi Lárusson Bryndís Snæbjörnsdóttir
Lilja Sveinsdóttir Ragnheiður Gunnarsdóttir