Ferlinefnd fatlaðs fólks
Ár 2015, fimmtudaginn 21. maí, var haldinn 11. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:30. Fundinn sátu: Kristín Soffía Jónsdóttir, Arnar Helgi Lárusson, Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, Lilja Sveinsdóttir og Ragnheiður Gunnarsdóttir. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Magnús Haraldsson og Tómas Ingi Adolfsson, sem einnig var fundarritari.
Þetta gerðist:
1. Lögð er fram úttekt, dags. 5.5.2015, á aðgengi í íþróttahúsi Hagaskóla.
Fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs falið að vinna málið áfram í samvinnu við Hagaskóla og leggja kostnaðaráætlun fram fyrir ferlinefnd.
Samþykkt.
2. Fram fer umfjöllun um aðgengi að hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla.
Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Ferlinefnd Reykjavíkurborgar vekur athygli á að uppsettar hleðslustöðvar í Reykjavík eru ekki aðgengilegar ökumönnum sem notast við hjólastól. Ferlinefnd óskar eftir kynningu á núverandi hleðslustöðvum til þess að ræða mögulegar úrbætur.
3. Lagt er fram minnisblað, dags. 7.5.2015, frá Hornsteinum arkitektum ehf., um aðgengi að aðalinngangi Háaleitisskóla.
Fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs falið að vinna málið áfram.
Samþykkt.
Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Ferlinefnd telur að leið C mæti þörfum ólíkra hópa og tryggi best aðgengi allra á sem hagkvæmastan hátt.
4. Lagt er fram svar frá umhverfis- og skipulagssviði, dags. 28.4.2015, við fyrirspurn frá fulltrúa Öryrkjabandalags Íslands, ódags., varðandi uppsetningu á götuvitum í Reykjavík.
Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Ferlinefnd óskar eftir því að skoðaðar verði sérstaklega gönguþveranir við Kringlumýrabraut/Hamrahlíð og Miklubraut/Skaftahlíð með tilliti til aðgengis ólíkra hópa.
5. Lögð er fram úttekt, dags. 12.5.2015, á aðgengi að deildinni Hlíðarenda við leikskólann Sunnuás. Fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs falið að vinna málið áfram.
Fundi slitið kl. 12:40
Kristín Soffía Jónsdóttir
Arnar Helgi Lárusson Ragnheiður Gunnarsdóttir
Lilja Sveinsdóttir Heiðdís Dögg Eiríksdóttir