Ferlinefnd fatlaðs fólks - Fundur nr. 10

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2015, fimmtudaginn 30. apríl, var haldinn 10. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11:38. Fundinn sátu: Kristín Soffía Jónsdóttir, Arnar Helgi Lárusson, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir og Bryndís Snæbjörnsdóttir. Fundinn sátu einnig eftirtaldir starfsmenn: Anna Kristinsdóttir, Magnús Haraldsson og Tómas Ingi Adolfsson, sem einnig var fundarritari. 

Þetta gerðist:

1. Fram fer kynning á sumargötum 2015.

Ólafur Ingibergsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Ferlinefnd þakkar fyrir kynningu á verkefninu Sumargötur. Jákvætt er að göturnar verði opnaðar fyrir gangandi umferð en jafnframt er nauðsynlegt að aðgengi að verslun og þjónustu á svæðinu verði bætt. Ferlinefnd samþykkir að leitað verði til Hörpu Ingólfsdóttur hjá Aðgengi ehf. til að tryggja að þær framkvæmdir sem gerðar verða vegna sumargatna verði með þeim hætti að aðgengi allra hópa verði tryggt.

2. Fram fer umfjöllun um mál sem varða uppsetningu á færanlegum kennslustofum.

Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Erindi hafa borist ferlinefnd fatlaðs fólks um mögulega breytingu á skipulagi færanlegra kennslustofa vegna fatlaðra nemenda í grunnskólum borgarinnar. Mikilvægt er að þegar staðsetning færanlegra kennslustofa er ákveðin, sé hægt að leysa ferlimál fatlaðra nemenda með ásættanlegum hætti án verulegs tilkostnaðar ef upp koma slíkar óskir. Því óskar ferlinefnd eftir því við umhverfis- og skipulagssvið að þegar teknar eru ákvarðanir um að setja niður færanlegar kennslustofur við skólahúsnæði, sé staðsetning stofanna borin undir ferlinefnd áður en ákvörðun um endanlega staðsetningu þeirra er tekin. Slík umfjöllun fari fram tímanlega þannig að hægt sé að bregðast við athugasemdum.

3. Lögð er fram úttekt, dags. 13.3.2008,  á aðgengi í Hagaskóla.

Ferlinefnd leggur til að mannréttindaskrifstofa hafi samband við Aðgengi ehf. og óska eftir frekari upplýsingum um aðgengi vegna ábendinga.

Samþykkt.

4. Fram fer umfjöllun um erindi til ferlinefndar, dags. 20.4.2015, frá verkefnastjóra hjá Öryrkjabandalagi Íslands, vegna aðgengismála við Laugaveg í framhaldi af skýrslu Skyttnanna þriggja, dags. 13.8.2012.

5. Fram fer umfjöllun um aðgengismál í Þjónustumiðstöð Breiðholts.

Frestað.

6. Lögð eru fram drög ferlinefndar, ódags., að erindi til einkaaðila þar sem ferlimálum er ábótavant.

Frestað.

Fundi slitið kl. 12:50

Kristín Soffía Jónsdóttir

Arnar Helgi Lárusson Bryndís Snæbjörnsdóttir

Lilja Sveinsdóttir Ragnheiður Gunnarsdóttir

Ragnhildur G. Guðmundsdóttir