Ferlinefnd fatlaðs fólks - Fundur nr. 1

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2014, fimmtudaginn 23. október, var haldinn 1. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10:30. Fundinn sátu: Kristín Soffía Jónsdóttir, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Arnar Helgi Lárusson, Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, Lilja Sveinsdóttir, Ragnhildur Guðmundsdóttir og Bryndís Snæbjörnsdóttir. Einnig sátu fundinn eftirtaldir starfsmenn: Anna Kristinsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson, sem einnig var fundarritari.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 18. september 2014, sbr. afgreiðslu borgarstjórnar á nýrri samþykkt fyrir ferlinefnd fatlaðs fólks.

2. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 22. september 2014, sbr. samþykkt borgarráðs 18.sept., um að Kristín Soffía Jónsdóttir og Ragnheiður Gunnarsdóttir verði fulltrúar Reykjavíkurborgar í ferlinefnd fatlaðs fólks og að Kristín Soffía Jónsdóttir verði formaður nefndarinnar.

3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. maí 2014, sbr. samþykkt borgarráðs frá 22. maí, um flutning ferlinefndar fatlaðs fólks til mannréttindaskrifstofu.

4. Lögð fram bréf um skipan fulltrúa í ferlinefnd. Frá Öryrkjabandalagi, dags. 1. september 2014. Fulltrúar eru Arnar Helgi Lárusson, Heiðdís Dögg Eiríksdóttir og Lilja Sveinsdóttir. Varafulltrúar eru Bergur Þorri Benjamínsson, Guðjón Sigurðsson og Snædís Rán Hjartardóttir. Frá Félagi eldri borgara, dags. 10. september 2014. Fulltrúi er Ragnhildur Guðmundsdóttir. Varafulltrúi er Hrefna Haraldsdóttir. Frá Þroskahjálp, dags. 19. ágúst 2014. Fulltrúi er Bryndís Snæbjörnsdóttir. Varafulltrúi er Þórey Jóhannesdóttir.

5. Lagt fram bréf mannréttindaskrifstofu, dags. 30. október 2014, til fagráða/fagsviða Reykjavíkurborgar og skrifstofa í miðlægri stjórnsýslu um skipun ferlinefndar fatlaðs fólks.

Samþykkt.

6. Fram fer umræða um ferlimál í Selásskóla.

7. Fram fer umfjöllun um verkefni nefndarinnar.

Lagt er til að ferlinefnd haldi reglulega fundi 1. og 3. fimmtudag í hverjum mánuði. Samþykkt.

Fundi slitið kl. 11:34

Kristín Soffía Jónsdóttir

Ragnheiður Gunnarsdóttir Arnar Helgi Lárusson 

Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Lilja Sveinsdóttir

Ragnhildur Guðmundsdóttir Bryndís Snæbjörnsdóttir