Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Árið 2015, mánudaginn 16. nóvember, var haldinn 99. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12 og hófst kl. 8:52. Viðstödd voru: Inga Björg Hjaltadóttir, Ingvar Garðarsson og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist
1. Kynnt staða verkefna Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar. Anna Margrét Jóhannesdóttir tók sæti á fundinum undir þessum lið og kynnti stöðu verkefna í vinnslu hjá Innri endurskoðun.
2. Umræður um fjárhag Innri endurskoðunar. Rætt um áhrif lækkunar fjárhagsramma skrifstofu Innri endurskoðunar, sem birtist í fjárhagsáætlun næsta árs, á vöktunar- og eftirlitshlutverk borgarráðs. Meðal annars rætt út frá því að endurskoðunarnefnd hefur tekið undir að ársverk í innri endurskoðun þurfi að lágmarki að vera 11 til að bregðast við ábendingum og athugasemdum úttektarnefndar borgarstjórnar frá árinu 2013 um að styrkja þurfi hlutverk Innri endurskoðunar til að sinna reglubundinni innri endurskoðun í öllum starfseiningum borgarinnar á hverju fimm ára tímabili.
3. Kynntur samandreginn árshlutareikningur Orkuveitu Reykjavíkur 1. janúar til 30. september 2015. Ingvar Stefánsson, Bryndís María Leifsdóttir, Gréta Guðnadóttir og Bjarni Freyr Bjarnason frá Orkuveitu Reykjavíkur tóku sæti á fundinum undir þessum lið og kynntu árshlutareikninginn.
4. Lögð fram drög að umsögn endurskoðunarnefndar til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um árshlutareikning fyrirtækisins 1. janúar til 30. september 2015.
Frestað.
5. Kynntur samandreginn árshlutareikningur Félagsbústaða 1. janúar til 30. september 2015. Auðun Freyr Ingvason frá Félagsbústöðum og Guðný Helga Guðmundsdóttir frá KPMG tóku sæti á fundinum undir þessum lið og kynntu ársthlutareikninginn.
6. Lögð fram drög að umsögn endurskoðunarnefndar til stjórnar Félagsbústaða um árshlutareikning fyrirtækisins 1. janúar til 30. september 2015.
Frestað
7. Lagt fram erindisbréf um innri endurskoðun Sorpu bs. Erindisbréfið yfirfarið án athugasemda frá nefndinni.
8. Lagt fram undirritað samkomulag um samstarf endurskoðunarnefndar og stjórnar Strætó bs. frá 4. nóvember sl. Samkomulagið staðfest.
Fundi slitið kl. 11:53
Inga Björg Hjaltadóttir Ingvar Garðarsson
Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 16.11.2015 - prentvæn útgáfa