Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 97

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Árið 2015, mánudaginn 14. september var haldinn 97. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12, Reykjavík, og hófst kl. 8:35 Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir og Sunna Jóhannsdóttir.

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist

1. Rætt um fyrirkomulag innri endurskoðunar hjá samstæðu Reykjavíkurborgar og áhrif þess á heildarumfang starfa endurskoðunarnefndar.

Sigurður Björn Blöndal, formaður borgarráðs tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2. Lögð fram starfsemiskýrsla innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur janúar til 30. júní 2015 dags. 9. sept.

Guðmundur Ingi Bergþórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir stöðu verkefna miðað við samþykkta innri endurskoðunaráætlun.

3. Lagðar fram þrjár lokaskoðanir innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur sbr. minnisblað dags. 9. september 2015.

Guðmundur Ingi Bergþórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir niðurstöður lokaskoðana.

a. Lokaskoðun áhættustýringar hjá Orkuveitu Reykjavíkur sef. dags. 12. ágúst 2015. Niðurstaða lokaskoðunarinnar er að gerðar hafa verið fullnægjandi úrbætur á 20 af 35 eftirlitsþáttum en þar af eru frekari tækifæri til að bæta virkni 17 eftirlitsþátta, kjósi stjórnendur svo . Stjórnendur eru að ljúka við frekari úrbætur á 15 eftirlitsþáttum sem  gerðar voru athugasemdir við í lokaskoðuninni.

b. Lokaskoðun á ferlum fjármögnunar, fjárstýringar og markaðsáhættu hjá Orkuveitu Reykjavíkur sef. Niðurstaða lokaskoðunarinnar er að gerðar  hafa verið fullnægjandi úrbætur á tveimur eftirlitsþáttum en frekari tækifæri eru til að bæta virkni fimm eftirlitsþátta, kjósi stjórnendur svo. Stjórnendur eru að ljúka við frekari úrbætur á á sex eftirlitsþáttum sem gerðar voru athugasemdir við í lokaskoðuninni en einn eftirlitsþáttur var ekki lengur til staðar vegna skipulagsbreytinga, þegar lokaskoðunin fór fram

c. Lokaskoðun greiðslna ferðakostnaðar hjá Orkuveitu Reykjavíkur sef. Niðurstaða lokaskoðunarinnar er að af þremur eftirlitsþáttum hafa verið gerðar fullnægjandi úrbætur á þeim öllum en þar af eru frekari tækifæri til að bæta virkni tveggja eftirlitsþátta, kjósi stjórnendur svo. 

4. Lögð fram tillaga framkvæmdastjóra innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur um breytingu á innri endurskoðunaráætlun innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur sef. dags. 9. sept. 2015.

Samþykkt.

Guðmundur Ingi Bergþórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir breytingar á verkefnaáætlun innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur.

5. Lagt fram minnisblað innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur um breytingu á erindisbréfi innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 9. sept. 2015.

Guðmundur Ingi Bergþórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir breytingar á erindisbréfi innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur.

6. Lagt fram erindi frá Strætó bs. til endurskoðunarnefndar um aðstoð við gerð verðkönnunar á innri endurskoðun fyrir Strætó bs. 

Bryndís Haraldsdóttir, formaður stjórnar Strætó bs. tekur sæti á fundinum undir þessum lið og kynnir erindi stjórnar Strætó bs. 

Fundarritari víkur af fundi undir þessum lið og Inga Björg Hjaltadóttir tekur við fundarritun.

Tekið til umfjöllunar erindi stjórnar Strætó bs. um að gera verðkönnun.

Samþykkt.

7. Lagt fram til kynningar samkomulag innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins (SHS) um innri endurskoðun hjá SHS.

Innri endurskoðandi gerir grein fyrir efni samkomulagsins við SHS um innri endurskoðun

- Klukkan 11:37 víkur Inga Björg Hjaltadóttir af fundi.

8. Rætt um framgang innri endurskoðunaráætlunar Reykjavíkurborgar fyrir 2015-2017.

Frestað.

9. Starfsreglur innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar IE15030010, lögð fram drög að breyttum starfsreglum innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar.

Innri endurskoðandi kynnir drög að breytingum á starfsreglum innri endurskoðunar.

Frestað.

10. Erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur - Önnur verk ytri endurskoðenda Orkuveitu Reykjavíkur sbr. 5. gr. verksamnings um endurskoðun. IE15010007

Samþykkt.

11. Lögð fram fjárhagsáætlun endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar fyrir árinu 2016.

Formaður kynnir helstu liði fjárhagsáætlunar.

12. Lögð fram fjárhagsáætlun innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar fyrir árin 2016. Jafnframt lagt fram erindi innri endurskoðanda til borgarstjóra dags. 28.8.2015 sem var lagt fram á fundi borgarráðs og vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

Innri endurskoðandi kynnir helstu þætti og forsendur fjárhagsáætlunarinnar meðal annars með hliðsjón af framlögðu erindi til borgarstjóra.

13. Rætt um vinnu við innra mat á innri endurskoðunardeild Orkuveitu Reykjavíkur

Sif Einarsdóttir frá Áhættuþjónustu Deloitte tekur sæti á fundinum og gerir grein fyrir vinnu Deloitte 

14. Lagður fram til kynningar samningur Sorpu bs. við PwC um innri endurskoðun félagsins.

Jón Sigurðsson og Auðbjörg Friðgeirsdóttir frá PwC taka sæti á fundinum undir þessum lið og kynna samning PwC við Sorpu bs. og helstu áherslur í vinnu PwC fyrir Sorpu bs. á samningstímanum. 

- Klukkan 12:23 tekur Inga Björg Hjaltadóttir aftur sæti á fundinum.

15. Rætt um fjárhagsáætlunarvinnu A hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar.

Fundi slitið kl: 13:20

Ólafur B. Kristinsson

Inga Björg Hjaltadóttir

Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 14.9.2015 - prentvæn útgáfa