Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 95

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Árið 2015, miðvikudaginn 19. ágúst var haldinn 95. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8:41. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson og Inga Björg Hjaltadóttir: Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Hallur Símonarson.

Fundarritari var Bára Björk Ingibergsdóttir.

Þetta gerðist

1. Lagðar fram til endurskoðunar starfsreglur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. IE14090002.

Samþykktar óbreyttar.

2. Lögð fram fundaáætlun endurskoðunarnefndar starfsárið 2015-2016 í samræmi við ákvæði 2.3. í starfsreglum. IE15080002.

Lögð er fram svohljóðandi bókun:

Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar óskar eftir því við stjórnir B-hluta fyrirtækja innan samstæðu Reykjavíkurborgar að nefndinni verði gefinn kostur á því að mæta á fund stjórnar til þess að ræða verkefni nefndarinnar gagnvart viðkomandi stjórn.

3. Kynnt er vinna við árshlutareikning A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar janúar–júní 2015. Upplýst er að árshlutareikningurinn verði ekki tilbúinn fyrr en föstudaginn 21. ágúst og verður þá settur á vefsvæði endurskoðunarnefndar.  Nefndarmenn geta komið að fyrirspurnum til fjármálaskrifstofu í framhaldi af því. IE15050006.

Umsögn endurskoðunarnefndar um árshlutareikninginn verður afgreidd á símafundi nefndarinnar þriðjudaginn 25. ágúst.

Frestað.

Birgir Björn Sigurjónsson og Gísli Hlíðberg Guðmundsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Reikningsskil Orkuveitu Reykjavíkur sf. janúar – júní 2015 kynnt. IE15050006.

Samþykkt að formaður endurskoðunarnefndar gangi frá umsögn um árshlutareikning til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.

Rannveig Tanya Kristinsdóttir, Gísli Björn Björnsson, Bjarni Freyr Bjarnason frá Orkuveitu Reykjavíkur taka sæti á fundinum undir þessum lið.

5. Lögð fram drög að umsögn um árshlutareikning Félagsbústaða hf. janúar – júní 2015. Jafnframt kynnt reikningsskil Félagsbústaða. IE15050006.

Drög að umsögn samþykkt sem verður send stjórn Félagsbústaða hf.

Auðun Freyr Ingvarsson framkvæmdarstjóri Félagsbústaða hf.  tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

6. Lagt fram erindi KMPG um uppgjör vegna endurskoðunar A-hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2014 dags. 26. júní 2015 og fyrirspurn formanns endurskoðunarnefndar til KPMG vegna málsins dags. 30. júní 2015. IE14100001.

Ekki hafa borist svör við fyrirspurn, málinu frestað.

7. Lögð fram beiðni KPMG vegna metanmarkaðar, dags. 16. júní 2015, um aukaverk ytri endurskoðanda sbr. 5. gr. samnings um endurskoðunarþjónustu fyrir Reykjavíkurborg dags. 22. janúar 2014. Jafnframt lagt fram svar formanns endurskoðunarnefndar dags. 19. júní 2015 sem sent var KPMG, með vísan í heimild í III kafla starfsreglna endurskoðunarnefndar sem samþykktar voru 21.8.2014, um afgreiðslu mála á milli funda um að beiðni um aukaverk sé hafnað. Jafnframt lögð fram beiðni framkvæmdastjóra Sorpu bs. dags 8. júlí 2015 um skriflega röksemdarfærslu fyrir niðurstöðu endurskoðunarnefndar. IE15010007.

Samþykkt að formaður endurskoðunarnefndar setji fram almennan rökstuðning og svari erindi framkvæmdarstjóra Sorpu bs.

8. Lögð fram beiðni frá umhverfis- og skipulagssviði dags. 10. ágúst 2015 um aukaverk ytri endurskoðanda, sbr. 5. gr. samnings um endurskoðunarþjónustu fyrir Reykjavíkurborg dags. 22. janúar 2014, vegna stýringu íbúafunda í tengslum við hverfaskipulag. Aðkoma KPMG yrði að stýra vinnufundi, kynna sér gögn sem þar verða lögð fram, skrá niður það sem fundarmenn hafa fram að færa og skrá niður skoðanir fundarmanna. IE15010007.

Beiðni samþykkt á grundvelli þess að umrætt aukaverk fellur undir grein 290.164 í siðareglum endurskoðenda samkvæmt staðfestingu sviðsstjóra endurskoðunar hjá KPMG sbr. verklag um samþykki endurskoðunarnefndar fyrir aðra þjónustu endurskoðenda.

9. Lögð fram beiðni frá umhverfis- og skipulagssviði um aukaverk ytri endurskoðenda, sbr. 5. gr. samnings um endurskoðunarþjónustu fyrir Reykjavíkurborg dags. 22. janúar 2014, vegna stýringu vinnufunda vegna hverfisstöðva. IE15010007. Aðkoma KPMG yrði að stýra vinnufundi, kynna sér gögn sem þar verða lögð fram, skrá niður það sem fundarmenn hafa fram að færa og skrá niður skoðanir fundarmanna.

Beiðni samþykkt á grundvelli þess að umrætt aukaverk fellur undir grein 290.164 í siðareglum endurskoðenda samkvæmt staðfestingu sviðsstjóra endurskoðunar hjá KPMG sbr. verklag um samþykki endurskoðunarnefndar fyrir aðra þjónustu endurskoðenda.

10. Lagt fram undirritað samkomulag um samstarf endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar og Sorpu bs. dags. 10. júní 2015. IE14090002.

11. Lögð fram fyrirspurn hafnarstjóra um hlutverk endurskoðunarnefndar og innri endurskoðunar dags. 13. apríl 2015 ásamt svari formanns endurskoðunarnefndar og innri endurskoðanda dags. 14. apríl 2015. IE14090002.

Samþykkt Endurskoðunarnefndar frá 18. febrúar 2015 ítrekuð um að formaður endurskoðunarnefndar gangi til viðræðna við hafnarstjóra og formann hafnarstjórnar á grundvelli samþykktar hafnarstjórnar frá 12. desember 2014.

12. Lagt fram verkefnayfirlit endurskoðunarnefnda starfsárið 2014-2015.

13. Lagt fram minnisblað innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar dags. 17. ágúst 2015 um ytra gæðamat á innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. Jafnframt lögð fram greinargerð Deloitte, ytra gæðamat á innri endurskoðun Reykjavíkurborgar, samanteknar niðurstöður dags. 7. júlí 2015. IE15030010.

14. Lögð fram tillaga borgarstjóra að úthlutun fjárhagsramma fyrir árið 2016 sem samþykkt var í borgarráði 18. júní 2015.

Samþykkt að vísa gerð fjárhagsáætlunar endurskoðunarnefndar til úrvinnslu hjá innri endurskoðun á grundvelli úthlutaðs fjárhagsramma.

Fundi slitið kl: 12:12

Ólafur B. Kristinsson

Inga Björg Hjaltadóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 19.8.2015 - prentvæn útgáfa