No translated content text
Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Árið 2015, föstudaginn 29. maí var haldinn 94. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12, og hófst kl. 8:39. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson og Inga Björg Hjaltadóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist
1. Lagt fram mánaðarlegt rekstraruppgjör A hluta janúar – mars 2015. IE15050006
Gísli H Guðmundsson og Birgir B Sigurjónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd óskar eftir því að innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar gangist fyrir úttekt á samþykktarferli gjaldareikninga og afstemmingar undirkerfa fjárhagsbókhalds á hverju fagsviði fyrir sig sem og í miðlægri stjórnsýslu. Í úttektinni verði gæði innra eftirlits og þessara mikilvægu verkferla sem fjármálaskrifstofa reiðir sig á við gerð fjárhagsupplýsinga fyrir borgarráð og borgarstjórn greind.
Fundi slitið kl: 10:12
Ólafur B. Kristinsson
Inga Björg Hjaltadóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 29.5.2015 - prentvæn útgáfa