Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 92

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Árið 2015, miðvikudaginn 22. apríl var haldinn 92. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12, og hófst kl. 8:39. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Sunna Jóhannsdóttir, Ingvar Garðarsson. Fundarritari var Hallur Símonarson. 

Þetta gerðist

1. Kynntar niðurstöður úttektar Innri endurskoðunar á uppgjörsferli Orkuveitu Reykjavíkur. IE14100002

Ingunn Þórðardóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Kristíana Baldursdóttir og Guðmundur I Bergþórsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Bókun endurskoðunarnefndar:

Fyrir liggur niðurstaða úr úttekt á uppgjörsferli Orkuveitu Reykjavíkur sef. til samræmis við það sem endurskoðunarnefnd óskaði eftir á árinu 2014. Í úttektinni er komið á framfæri ábendingum til stjórnenda innan samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur sef. sem endurskoðunarnefnd óskar eftir að innri endurskoðunardeild Orkuveitunnar vinni í samstarfi við Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar könnun á viðbrögðum og aðgerðaáætlun stjórnenda vegna framkominna ábendinga og leggi fyrir endurskoðunarnefnd í framhaldinu.

2. Kynntar niðurstöður eftirfylgniúttektar Innri endurskoðunar á uppgjörsferli A hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar. IE13080001

Ingunn Þórðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Bókun endurskoðunarnefndar:

Innri endurskoðun hefur fylgt eftir viðbrögðum við þeim 19 ábendingum og 11 umbótaverkefnum sem fengu flest stig í áhættumati uppgjörsdeildar. Niðurstaða Innri endurskoðunar er að átta ábendingum er að fullu lokið, tólf eru í vinnslu en þrjár hafa ekki fengið viðunandi viðbrögð. Upphafleg verkáætlun Fjármálaskrifstofu hefur því verið í verulegum atriðum önnur en ráð var fyrir gert.  Nefndin óskar eftir aðkomu Innri endurskoðunar við ítrekaða eftirfylgniúttekt á uppgjörsferli A hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar.

3. Kynning á vinnu við mat Innri endurskoðunar á eftirlitsumhverfi Reykjavíkurborgar.

Anna Margrét Jóhannesdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Kynning á eftirfylgni með minnisblaði endurskoðunarnefndar um umfang innri endurskoðunar. IE15010004

5. Fjárhagsáætlun endurskoðunarnefndar og Innri endurskoðunar fyrir árin 2016-2020. IE15030002

Samþykkt að vísa til fjárhagsáætlunargerðar

6. Rætt um fundaáætlun endurskoðunarnefndar fyrir tímabilið 2015-2016.

7. Málefni ytri endurskoðenda

a. Kynning á drögum að skýrslu ytri endurskoðenda með ársreikningi A hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar

b. Kynning á stjórnsýsluskoðun ytri endurskoðenda í tengslum við endurskoðun ársreiknings A hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar

c. Kynning á skoðun ytri endurskoðenda á innra eftirliti í tengslum við endurskoðun ársreiknings A hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar

d. Rætt um verklag við aukaverk við samning um ytri endurskoðun frá 20. janúar 2013

Auðunn Guðjónsson og Guðný Helga Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið og kynna skýrslu KPMG.

8. Rætt um ársskýrslu endurskoðunarnefndar. IE15050001

Fundi slitið kl: 12:53

Ólafur B. Kristinsson

Inga Björg Hjaltadóttir Sunna Jóhannsdóttir Ingvar Garðarsson

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 22.4.2015 - prentvæn útgáfa