Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 91

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Árið 2015, þriðjudaginn 7. apríl var haldinn 91. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var símafundur, og hófst kl. 15:00. Viðstaddur var Ólafur B. Kristinsson. Inn hringdu Inga Björg Hjaltadóttir, Ingvar Garðarsson og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson. 

Þetta gerðist

1. Ársreikningur A hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar fyrir 2014. Lagt fram handrit að ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2014 dags. 1.4.2015. Einnig lögð fram drög að umsögn endurskoðunarnefndar til borgarráðs um ársreikning A hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar fyrir árið 2014

Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Nefndin hefur í samræmi við hlutverk sitt fundað með stjórnendum Fjármálaskrifstofu,  ytri og innri endurskoðendum, formanni borgarráðs og fleiri aðilum. Ýmis mál tengd reikningsskilum Reykjavíkurborgar og B hluta félaga komu til umfjöllunar í nefndinni og verður nánar gerð grein fyrir því í ársskýrslu nefndarinnar. Ytri endurskoðendur Reykjavíkurborgar hafa upplýst nefndina um að áritun þeirra á ársreikning samstæðunnar fyrir árið 2014 verði fyrirvaralaus. Endurskoðunarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu á grundvelli ofangreinds að ekkert bendi til annars en að ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2014, sem verður lagður fram á fundi borgarráðs þann 9. apríl nk.,  teljist fullgerður og tilbúinn til endurskoðunar í samræmi við 3. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Framlögð umsögn endurskoðunarnefndar til borgarráðs Reykjavíkurborgar um ársreikning A hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar samþykkt.

Fundi slitið kl: 15:11

Ólafur B. Kristinsson

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 7.4.2015 - prentvæn útgáfa