Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 9

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Ár 2012, miðvikudaginn 18. apríl, var haldinn 9. fundur endurskoðunarnefndar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8.34. Viðstödd voru: Ólafur B Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sturla Jónsson. Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1. Samþykkt síðustu fundargerðar: Fundargerð 8. fundar yfirfarin og undirrituð.

2. Rætt um samskipti við endurskoðunarnefnd Orkuveitu Reykjavíkur sf. Undir þessum lið mættu Sigríður Ármannsdóttir, Gylfi Magnússon
a. Starfsreglur – Endurskoðunarnefnd OR hefur starfsreglur sem stjórn samþykkti fyrir stofnun nefndarinnar og mun senda endurskoðunarnefnd borgarinnar afrit af þeim. Rætt um að setja ramma fyrir samskiptareglur nefndanna.
b. Fundargerðir – Endurskoðunarnefnd OR hefur sent endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar afrit af fundargerðum. Þessu þarf að koma í fastar skorður þannig að fundargerðir berist jafnharðan. Esknefnd hefur farið fram á að eigendanefnd OR marki stefnu um samskipti.

Klukkan 8.50 mætti Ingvar Garðarsson

c. Reglulegir fundir – Rætt um að funda a.m.k. 2x á ári í tengslum við 6 mánaða uppgjör og ársuppgjör.
d. Innri endurskoðun Orkveitunnar hefur farið í gegnum úttekt í samræmi við IPPF staðla og von á niðurstöðum í vor.
e. Ytri endurskoðun. Rætt um mikilvægi þess að tryggja óhæði í störfum ytri endurskoðenda og að leitast verði við að uppfylla skilyrði 99. gr. ársreikningalaga. Í þessu sambandi voru umræður um joint audit.

3. Önnur mál
a. Rætt um framgang stjórnsýsluskoðunar á sölu REI á hlutum sínum í Enex Kína og Envent Holding.
b. Ákveðið að boða borgarlögmann á fund nefndarinnar til þess að ræða um lögfræðileg álitaefni í tengslum við verksamning um ytri endurskoðun.

Fundi slitið kl. 10.28

Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Sturla Jónsson