Endurskoðunarnefnd
Endurskoðunarnefnd
Ár 2012, miðvikudaginn 11. apríl, var haldinn 8. fundur endurskoðunarnefndar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8.34. Viðstödd voru: Ólafur B Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sturla Jónsson
Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Samþykkt síðustu fundargerðar: Fundargerð 7. fundar yfirfarin og undirrituð.
2. Birtingaráætlun ársreiknings í kauphöll Íslands, Nasdaq OMX.
Á fundinn komu fulltrúar kauphallar, fjármálaskrifstofu og ytri endurskoðenda.
Áætlun Reykjavíkurborgar er að leggja ársreikning fram í borgarráði 12. apríl til samþykktar og í fyrri umræðu borgarstjórnar til afgreiðslu 30. apríl nk. og síðari umræðu í borgarstjórn til fullnaðarafgreiðslu 8. maí nk. Umræður hafa verið um opinbera birtingu ársreikningsins, þ.e. hvenær borginni er skylt að birta reikninginn opinberlega.
Fulltrúar kauphallar leggja áherslu á að reikningur sé birtur svo fljótt sem unnt er og í síðasta lagi innan fjögurra mánaða frá lokum reikningsárs. Háttur opinberrar birtingar er skilgreindur í lögum um verðbréfaviðskipti og reglur Kauphallar vísa til þeirrar skilgreiningar. Megintilgangur reglna Kauphallar er að tryggja að upplýsingar fari samtímis í dreifingu.
Fulltrúar kauphallar upplýstu um að kröfur þeirra séu uppfylltar geri birtingaráætlun ráð fyrir að ársreikningur Reykjavíkurborgar verði birtur opinberlega fyrir fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar eins og viðmiðið hefur verið hingað til. Þeir leggja áherslu á að gengið verði úr skugga um að aðilar sem fá reikning í borgarráði séu á lista yfir innherja eða tímabundna innherja og að tryggt sé að ferli sé til staðar um birtingu lykiltalna að lágmarki komi til þess að upplýsingar úr reikningi leka út fyrir opinbera birtingu.
Mælt er með að birtingaráætlun um ársreikning verði þannig að borgarráð fjalli um ársreikninginn á fundi sínum 12. apríl og reikningurinn verði birtur opinberlega 30. apríl nk.
3. Drög að ársreikningi Reykjavíkurborgar
Rætt um helstu álitamál og niðurstöður eins og þær birtast í drögum að ársreikningi. Rætt um áritun á reikningana.
4. Verkefni framundan
Fundur með endurskoðunarnefnd Orkuveitu Reykjavíkur.
5. Önnur mál
Rætt um verkefni Innri endurskoðunar gagnvart B hluta félögum.
Fundi slitið kl. 11.30
Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Sturla Jónsson