Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 88

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Árið 2015, þriðjudaginn 11. mars var haldinn 88. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að í Ráhúsi Reykjavíkur, og hófst kl. 8:39. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Ingvar Garðarsson og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson. 

Þetta gerðist

1. Eftirfylgni með ábendingum í skýrslu Innri endurskoðunar í úttekt á uppgjörsferli Reykjavíkurborgar frá janúar 2014. Umræður um gang úttektarinnar. IE13080001

2. Rætt um minnisblað Deloitte um yfirferð á umfangi innri endurskoðunar dags. 13.2.2015, sem lagt var fram á síðasta fundi. IE15010004

Samþykkt að vinna umsögn um minnisblað Deloitte.

3. Endurskoðunaráætlun innri endurskoðunardeildar Orkuveitu Reykjavíkur – lögð fram tillaga framkvæmdastjóra innri endurskoðunardeildar að áætlun verkefna ársins 2015. IE15020003

Samþykkt

Guðmundur I Bergþórsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

4. Umsögn endurskoðunarnefndar um ársreikning Sorpu fyrir árið 2014. 

Endurskoðunarnefnd staðfestir umsögn dags. 5. mars sl. sem send var stjórnarformanni Sorpu bs. með vísan til heimildar í III kafla starfsreglna endurskoðunarnefndar sem samþykktar voru 21.8.2014 um afgreiðslu mála á milli funda. IE14040001

5. Umsögn endurskoðunarnefndar um ársreikning Félagsbústaða hf. fyrir árið 2014

Endurskoðunarnefnd staðfestir umsögn dags. 4. mars sl. sem send var stjórnarformanni Félagsbústaða hf. með vísan til heimildar í III kafla starfsreglna endurskoðunarnefndar sem samþykktar voru 21.8.2014 um afgreiðslu mála á milli funda. IE14040001

6. Ársreikningur Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2014. Lögð fram drög að ársreikningi Faxaflóahafna fyrir árið 2014 og drög að endurskoðunarskýrslu KPMG. IE14040001

Bókun endurskoðunarnefndar:

Með hliðsjón af upplýsingum endurskoðenda um ársreikning Faxaflóahafna sf. fyrir árið  2014 telur endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar ekkert hafa komið fram sem leiði í ljós annað en að ársreikningurinn sé gerður í samræmi við lög og settar reikningsskilareglur. 

Auðun Guðjónsson, Guðný Helga Guðmundsdóttir tóku sæti á fundinum undir þessum lið.

7. Endurskoðun ársreiknings A hluta fyrir árið 2014

Guðný Helga Guðmundsdóttir og Auðunn Guðjónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið og kynna drög að skýrslum til borgarstjóra vegna endurskoðunarinnar. IE14040001

8. Undirbúningur fjárhagsáætlunar 2016-2020. Lagt fram bréf fjármálastjóra og skrifstofustjóra fjármálaskrifstofu um skil á gögnum vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2016-2020 ásamt fylgigögnum. IE15030002

Fundi slitið kl. 12:28

Ólafur B. Kristinsson

Sunna Jóhannsdóttir Ingvar Garðarsson

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 11.3.2015 - prentvæn útgáfa