Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 86

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Árið 2015, þriðjudaginn 20. janúar var haldinn 86. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12, 3. hæð, og hófst kl. 12:35. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Ingvar Garðarsson, Inga Björg Hjaltadóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson. 

Þetta gerðist

1. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 9. janúar 2015.

Endurskoðunarnefnd staðfestir samþykkt stjórnar Sorpu bs. um verkefni nefndarinnar sem undirnefndar stjórnar Sorpu bs. IE14090002

2. Lögð fram greinargerð KPMG dags. 21.11.2013 um aðferðir KPMG um mat á óhæði. 

Auðunn Guðjónsson, Guðný Helga Guðmundsdóttir og Auður Þórisdóttir mæta á fundinn undir þessum lið og gerðu grein fyrir þeim starfsreglum sem KPMG vinnur eftir varðandi þjónustu sem má veita viðskiptavinum án þess að til hagsmunaárekstra kunni að koma. IE14040001

3. Beiðni um viðbótarverk KPMG fyrir Sorpu bs. skv. rafbréf KPMG þann 8.12.2014 sbr. 5. gr. verksamnings frá 20.1.2014 IE14020003 

Auðunn Guðjónsson, Guðný Helga Guðmundsdóttir og Auður Þórisdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið og kynna fyrirhugað verkefni KPMG.

Frestað.

4. Eftirfylgniúttekt Innri endurskoðunar á virkni innra eftirlits á sviði upplýsingaöryggis v/upplýsingatækni IE13120001,  IE13120002, IE13120003

5. Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Óskar Jörgen Sandholt og Svavar Jósefsson taka sæti á fundinum undir þessum lið og gera grein fyrir viðbrögðum við ábendingum Innri endurskoðunar

6. Lögð fram skýrsla innri endurskoðanda um niðurstöðu sjálfsmats sbr. alþjóðlegan staðal 1311 IE1306001

7. Lögð fram eftirfylgniskýrsla Innri endurskoðunar – Fjárstýring Reykjavíkurborgar – fyrirkomulag innra eftirlits frá hausti 2010 IE14050001

8. Lögð fram eftirfylgniskýrsla – Innkaupaskrifstofa Reykjavíkurborgar – innra eftirlit frá vori 2010 IE14050003

9. Yfirstandandi úttekt Innri endurskoðunar á uppgjörsferli Orkuveitu Reykjavíkur IE14100002

Ingunn Þórðardóttir tók sæti á fundinum undir þessum lið og gerði grein fyrir stöðu úttektarinnar.

10. Yfirstandandi eftirfylgniúttektir Innri endurskoðunar á uppgjörsferli og útsvarsferli A hluta. IE1308001

Ingunn Þórðardóttir tók sæti á fundinum undir þessum lið og gerði grein fyrir gangi þessara úttekta.

11. Lögð fram uppgjörsáætlun Fjármálaskrifstofu fyrir reikningsárið 2015, dagsett 13. janúar 2015.  IE15010007

Fundi slitið kl. 16:19

Ólafur B. Kristinsson

Sunna Jóhannsdóttir Inga Björg Hjaltadóttir

Ingvar Garðarsson

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 20.1.2015