Endurskoðunarnefnd
Endurskoðunarnefnd
Árið 2014, mánudaginn 1. desember, var haldinn 84. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12, 3. hæð, og hófst kl.9:13. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Ingvar Garðarsson og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist
1. Reikningsskil Félagsbústaða hf.
Anna Þórðardóttir, endurskoðandi Félagsbústaða, tók sæti á fundinum undir þessum lið.
2. Lögð fram umsögn innri endurskoðanda um viðbrögð stjórnenda við úttekt á stjórnun rekstrarsamfellu upplýsingatæknikerfa. IE13080003
Sigrún Lilja Sigmarsdóttir, sérfræðingur í innri endurskoðun upplýsingakerfa, tók sæti á fundinum undir þessum lið og gerði grein fyrir málinu.
Bókun endurskoðunarnefndar: Endurskoðunarnefnd þakkar borgarritara fyrir svör við beiðni um viðbrögð en leggur áherslu á að borgarritari skipi sameiginlegan vinnuhóp þvert á starfseiningar sem bera ábyrgð á rekstrarsamfellu upplýsingatæknikerfa til að tryggja viðunandi heildarúrlausnir með vísan í umsögn innri endurskoðanda.
3. Lögð fram umsögn innri endurskoðanda um viðbrögð stjórnenda við eftirfylgniúttekt á virkni innra eftirlits á sviði upplýsingaöryggis. IE13120002
Sigrún Lilja Sigmarsdóttir, sérfræðingur í innri endurskoðun upplýsingakerfa, tók sæti á fundinum undir þessum lið og gerði grein fyrir málinu.
Bókun endurskoðunarnefndar: Endurskoðunarnefnd óskar eftir fundi með borgarritara til að fara yfir áhættumat vegna viðbragða við ábendingum Innri endurskoðunar varðandi veikleika í innra eftirliti á sviði upplýsingaöryggis sbr. bréf borgarritara dags. 6. október sl.
4. Rætt um stöðu verkefna endurskoðunarnefndar.
5. Rætt um framgang vinnu við árshlutareikningareikninga B hluta fyrirtækja innan samstæðu Reykjavíkurborgar og samræmi við útboð Reykjavíkurborgar á endurskoðunarþjónustu.
Samþykkt að óska eftir níu mánaða uppgjöri Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf.
Fundi slitið kl. 11:40
Ólafur B. Kristinsson
Sunna Jóhannsdóttir Ingvar Garðarsson
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 1.12.2014