Endurskoðunarnefnd
Endurskoðunarnefnd
Árið 2014, miðvikudaginn 19. nóvember, var haldinn 82. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 8:42. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir, Ingvar Garðarsson og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð 4. stjórnarfundar Félagsbústaða hf. dagsett 2. október 2014. IE14090002.
Bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd mun taka að sér hlutverk gagnvart Félagsbústöðum í samræmi við samþykkt stjórnar félagsins þar um.
Drög að verklagsreglum um samstarf Félagsbústaða hf. og endurskoðunarnefndar lögð fram og samþykkt að vísa þeim til stjórnar Félagsbústaða.
2. Rætt um níu mánaða reikningsskilaferli Reykjavíkurborgar og samstæðu fyrstu níu mánaða ársins 2014. IE14040001. Umræðu frestað til fundar nk. mánudag.
3. Lögð fram umsögn um drög að níu mánaða árshlutareikningi Orkuveitu Reykjavíkur og samstæðu ársins 2014. IE14040001
4. Umsögnin verður samþykkt á milli funda að lokinni yfirferð KPMG og vísað til stjórnar Orkuveitunnar
5. Lagt fram bréf innri endurskoðanda dags. 16. nóvember 2017 ásamt starfsáætlun og endurskoðunaráætlun Innri endurskoðunar fyrir árin 2014-2017. IE14090003
Starfs- og endurskoðunaráætlun Innri endurskoðunar samþykkt.
Bókun endurskoðunarnefndar.
Endurskoðunarnefnd óskar eftir því að innri endurskoðandi kynni niðurstöður sjálfsmats Innri endurskoðunar sem framkvæmt er á grundvelli alþjóðlegra staðla um innri endurskoðun, fyrir endurskoðunarnefnd.
6. Lögð fram umsögn innri endurskoðanda um viðbrögð stjórnenda við úttekt á stjórnun rekstrarsamfellu upplýsingtæknikerfa. IE13080003
Frestað.
7. Lögð fram umsögn innri endurskoðanda um viðbrögð stjórnenda við eftirfylgniúttekt á virkni innra eftirlits á sviði upplýsingaöryggis. IE13120002
Frestað.
8. Staða verkefna Innri endurskoðunar
Anna Margrét Jóhannesdóttir mætti á fundinn undir þessum lið og gerði grein fyrir verkefnastöðu Innri endurskoðunar.
9. Rætt um beiðni stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 29.09.14 um framtíðarfyrirkomulag innri endurskoðunar Orkuveitunnar. IE14010019
Kynnt drög að svari til stjórnar Orkuveitunnar.
Samþykkt.
10. Lögð fram endurskoðunaráætlun ytri endurskoðenda KPMG fyrir endurskoðun ársreiknings 2014. IE14040001
Auðunn Guðjónsson og Guðný Helga Guðmundsdóttir mættu á fundinn undir þessum lið og kynntu endurskoðunaráætlun KPMG fyrir endurskoðun ársreiknings Reykjavíkurborgar og samstæðu 2014.
Umræður um níu mánaða árshlutareikning OR 2014.
11. Lögð fram staðfesting á óhæði ytri endurskoðenda A hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar.
Auðunn Guðjónsson og Guðný Helga Guðmundsdóttir sátu áfram á fundi undir þessum lið.
12. Rætt um stöðu verkefna endurskoðunarnefndar
Fundi slitið kl. 12:41
Ólafur B. Kristinsson
Inga Björg Hjaltadóttir Sunna Jóhannsdóttir
Ingvar Garðarsson
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 19.11.2014 - prentvæn útgáfa