Endurskoðunarnefnd
Endurskoðunarnefnd
Árið 2014, miðvikudaginn 15. október, var haldinn 81. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12, 3. hæð, og hófst kl. 8:34. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Samþykkt endurskoðunarnefndar – Breyting á hlutverki gagnvart B hluta. IE14090002
Formaður gerði grein fyrir fundi með formanni hafnarstjórnar til að ræða um aðkomu endurskoðunarnefndar að Faxaflóahöfnum sf.
2. Verksamningur um ytri endurskoðun – Beiðni um aukaverk. IE13040001
Ósk Strætó bs. um könnun á sex mánaða árshlutareikningi 2014 sem samþykkt var 21. ágúst sl. staðfest með vísan til starfsreglna endurskoðunarnefndar.
3. Innri endurskoðun hjá Orkuveitu Reykjavíkur. IE14010019.
Lagt fram erindi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur dags. 29. sept. sl. um framtíðarfyrirkomulag innri endurskoðunar hjá Orkuveitunni.
Klukkan 9:15 mætir Ingvar Garðarsson á fundinn
Samþykkt að hefja greiningu á framtíðarfyrirkomulagi innri endurskoðunar hjá Orkuveitu Reykjavíkur á grunni erindis stjórnar.
4. Verkefnaáætlun Innri endurskoðunar. IE14090003
Umræður, frestað
5. Innri endurskoðun – staða verkefna
Rætt um stöðu verkefna hjá Innri endurskoðun.
6. Lagt fram svar borgarritara dags. 6. október sl. við fyrirspurn endurskoðunarnefndar frá 1. apríl sl. um eftirfylgniúttekt Innri endurskoðunar á virkni innra eftirlits á sviði upplýsingaöryggis IE13120002
Samþykkt að óska eftir umsögn Innri endurskoðunar á stöðu ábendinga sem fjallað er um í svari borgarritara.
7. Lagt fram svar innri endurskoðanda dags. 9. október sl. við erindi endurskoðunarnefndar frá 17. september sl. um framlagningu árshlutareikninga innan samstæðu Reykjavíkurborgar. IE14090001.
Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Ekki er ásættanlegt að árshlutareikningar B-hluta félaga séu ekki afgreiddir af stjórn þessara félaga áður en árshlutareikningur samstæðunnar er lagður fram. Endurskoðunarnefnd beinir því til Fjármálaskrifstofa að koma tilmælum til B-hluta félaga um að afgreiðslu árshlutareikninga þeirra verði lokið tímanlega áður en árshlutareikningur samstæðunnar er lagður fram.
8. Ráðningarbréf ytri endurskoðenda hjá A-hluta Reykjavíkurborgar og samstæðu A og B hluta skv. samningi um endurskoðunarþjónustu fyrir Reykjavíkurborg. IE14040001.
9. Lagt fram svar fjármálastjóra dags. 10. október sl. við erindi endurskoðunarnefndar dags. 17. september sl. um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. IE14010020.
Halldóra Káradóttir mætir á fundinn undir þessum lið.
10. Fjárhagsrammi endurskoðunarnefndar og Innri endurskoðunar. IE14020004 Frestað
Fundi slitið kl. 13:06
Ólafur B. Kristinsson
Inga Björg Hjaltadóttir Sunna Jóhannsdóttir
Ingvar Garðarsson
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 15.10.2014 - prentvæn útgáfa