No translated content text
Endurskoðunarnefnd
Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar
Árið 2014, miðvikudaginn 17. september, var haldinn 80. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12, 3. hæð, og hófst kl. 8:34. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir, Sunna Jóhannsdóttir og Ingvar Garðarsson. Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Hlutverk og samþykkt endurskoðunarnefndar gagnvart B-hluta. Kynnt minnisblað Elínar Smáradóttur, lögfræðings Orkuveitunnar, um hlutverk nýrrar endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar dags. 26. ágúst 2014 gagnvart Orkuveitunni. Þar kemur fram það álit að endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar, sem tekur við hlutverki sérstakrar endurskoðunarnefndar Orkuveitunnar samkvæmt nýjum sameignarsamningi, uppfyllir kröfur sem gerðar eru til Orkuveitunnar um skipun endurskoðunarnefndar skv. ársreikningalögum.
Formaður gerði grein fyrir fundi hjá Sambandi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem hann átti til að kynna breytingar á hlutverki endurskoðunarnefndar, en stjórn SSH samþykkti að óska eftir því að starf og hlutverk endurskoðunarnefndar yrði kynnt fyrir stjórnum Strætó bs., Sorpu bs. og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. IE14090002.
2. Félagsbústaðir hf. Kynnt bréf formanns endurskoðunarnefndar til stjórnar Félagsbústaða hf. dags. 16. sept. 2014 um breytingar á samþykkt fyrir endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar. Umræður um að stjórn Félagsbústaða samþykki skipun endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar í samræmi við ákvæði 1. mgr. 108. gr. ársreikningalaga nr. 3 frá árinu 2006. IE14090002
3. Lagt fram að nýju erindi KPMG frá 19. ágúst 2014 um að endurskoðunarnefnd lýsi afstöðu sinni varðandi hvort könnunaráritun á árshlutareikninga dótturfélaga Orkuveitunnar falli undir samningsverk í samningi um endurskoðunarþjónustu við Reykjavíkurborg dags. 22.1.2014 sem var vísað til borgarlögmanns til umsagnar. Lagt fram svar borgarlögmanns dags. 15. september 2014 um að það sé ekki hlutverk endurskoðunarnefndar að leysa úr ágreiningi milli KPMG og Orkuveitunnar um túlkun aðila á því hvort könnunaráritun á ársreikninga dótturfélaga OR falli innan samnings um endurskoðunarþjónustu Reykjavíkurborgar. IE13040001
4. Rætt um úthlutun borgarráðs á fjárhagsramma til Innri endurskoðunar og Endurskoðunarnefndar. Endurskoðunarnefnd áréttar að með útvíkkun verksviðs nefndarinnar sem samþykkt var í borgarráði í umboði borgarstjórnar þann 10. júlí sl. fylgir aukið álag og aukin útgjöld. Samþykkt að senda bréf á Fjármálaskrifstofu til að ávarpa breytingar á hlutverki og nauðsyn þess að fé fylgi. R14010255
5. Lagt fram bréf innri endurskoðanda dags. 16. sept. 2014 um verkefnaáætlun Innri endurskoðunar fyrir árin 2014-2017. IE14090003
Frestað
6. Lagt fram minnisblað innri endurskoðanda dags. 16. sept. 2014 um úttekt á stjórnun rekstrarsamfellu upplýsingatæknikerfa hjá Reykjavíkurborg. IE13080003
Endurskoðunarnefnd þakkar Innri endurskoðun fyrir úttekt á stjórnun rekstrarsamfellu upplýsingatæknikerfa. Sú niðurstaða að áhættumat hafi ekki verið gert á atburðum sem raskað geti rekstri upplýsingatæknikerfa hjá Reykjavíkurborg og að umgjörð um samfelldan rekstur kerfanna er ekki viðhaldið er alvarleg. Tekið er undir með innri endurskoðanda að greining þolmarka upplýsingakerfa hjá Reykjavíkurborg og virk stjórnun á samfelldum rekstri þeirra sé nauðsynleg svo tryggja megi skilvirka endurreisn komi til áfalla.
Samþykkt að óska eftir viðbrögðum borgarritara við úttekt Innri endurskoðunar.
7. Endurskoðun ársreiknings 2014
Undir þessum lið taka sæti Auðunn Guðjónsson og Guðný Helga Guðmundsdóttir endurskoðendur hjá KPMG. Umræður um fundaráætlun vetrarins og endurskoðunaráætlun sem ytri endurskoðendur hyggjast leggja fram á næsta fundi endurskoðunarnefndar.
8. Rætt um uppgjörsmál og skil árshlutareikninga innan samstæðu Reykjavíkurborgar.
Samþykkt að óska eftir því við innri endurskoðanda að hann kanni hvenær sex mánaða árshlutareikningar og uppgjör voru lögð fyrir stjórnir B hluta fyrirtækjanna og skili endurskoðunarnefnd minnisblaði um málið. IE14090001
9. Lagt fram álit innri endurskoðanda Orkuveitunnar dags. 5. sept. 2014 um innri endurskoðun á viðskiptum Orkuveitu Reykjavíkur við KPMG endurskoðunarfyrirtæki frá 15.11.2013 til 21.5.2014. IE14010007
Endurskoðunarnefnd þakkar innri endurskoðanda Orkuveitu Reykjavíkur fyrir álitið og áréttar við stjórnendur Orkuveitunnar að fara ber að ákvæðum samnings um endurskoðunarþjónustu fyrir Reykjavíkurborg sem forstjóri Orkuveitunnar undirritaði þann 22. janúar 2014.
10. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. Samþykkt að senda fyrirspurn á Fjármálaskrifstofu vegna fjárhagsáætlunar ársins 2015. IE14010020
Fundi slitið kl. 12:59
Ólafur B. Kristinsson
Inga Björg Hjaltadóttir Sunna Jóhannsdóttir Ingvar Garðarsson
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 17.9.2014 - prentvæn útgáfa