Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 79

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Árið 2014, fimmtudagur 21. ágúst var haldinn 79. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur Tjarnargötu 11 og hófst kl. 13:10. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Ingvar Garðarsson og Sunna Jóhannsdóttir. Ingunn Þórðardóttir verkefnisstjóri Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar sat fundinn undir liðum 4-7. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir.

Þetta gerðist:

1. Farið yfir samþykkt endurskoðunarnefndar, sem samþykkt var í borgarráði 10. júlí sl. Farið var m.a. yfir hlutverk nefndarinnar gagnvart b-hlutafélögum borgarinnar. Hlutverk nefndarinnar er skýrt gagnvart einingum tengdum almannahagsmunum, Orkuveitunni og Félagsbústöðum.  Hlutverk nefndarinnar er ekki eins skýrt varðandi önnur félög í meirihluta eigu borgarinnar.  Fyrirhugað er að formaður endurskoðunarnefndar fari á fund stjórnar SSH og ræði hlutverk og aðkomu nefndarinnar gagnvart byggðasamlögunum. 

2. Farið yfir drög að starfsreglum nefndarinnar. Þar koma fram helstu verkefni nefndarinnar, sem brotin eru niður í verkþætti. Einnig kemur fram í drögunum hvernig samskiptum við  borgarráð, stjórnir b-hlutafélaga og lykilstjórnendur skuli háttað. Drög að starfsreglum endurskoðunarnefndar voru samþykktar.

3. Lögð fram drög að áætluðum fundartíma nefndarinnar á komandi starfsári og viðfangsefni funda. Drögin voru samþykkt af hálfu nefndaramanna. 

4. Árshlutareikningur Reykjavíkurborgar, janúar – júní 2014 og fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar. 

a. Fjármálastjóri lagði fram og kynnt drög að árshlutauppgjöri fyrir samstæðu borgarinnar. 

b. Skrifstofustjóri fjármálaskrifstofu kynnti og fór yfir forsendur og verklag við gerð fjárhagsáætlunar vegna ársins 2015, ásamt rammaúthlutun fyrir A-hluta.

Undir þessum lið taka sæti á fundinum Birgir B. Sigurjónsson, fjármálastjóri, Gísli H. Guðmundsson borgarbókari og Halldóra Káradóttir skrifstofustjóri Fjármálaskrifstofu. 

5. Rætt um umsögn endurskoðunarnefndar á 6 mánaða árshlutauppgjöri til borgarráðs. Ákveðið var að nefndin myndi halda vinnufund eftir helgi og gangi frá umsögninni.

6. Umfjöllun um Innri endurskoðun Orkuveitu Reykjavíkur.

a. Innri endurskoðandi Orkuveitu Reykjavíkur sf. lagði fram og fór yfir minnisblað dagsett 21.08.14 „Uppfærð verkefnaáætlun innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur.“ Óskað var eftir samþykki endurskoðunarnefndar á verkefnaáætluninni. Fram kom hjá formanni endurskoðunarnefndar að hann hefði ekki neinar athugasemdir við áætlunina en taldi að hún þyrfti frekari umræðu í tengslum við samstarf við Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar.

b. Innri endurskoðandi Orkuveitu Reykjavíkur sf. lagði fram og fór yfir minnisblað dagsett 21.08.14 „Starfsemisskýrsla innri endurskoðunar Orkuveitu Reykjavíkur sf.“ 

Undir þessum lið tók sæti á fundinum Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi Orkuveitu Reykjavíkur.

7. Umfjöllun um Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. Staðgengill innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar fór yfir og kynnt starfsemi Innri endurskoðunar og starfsreglur. Einnig var farið yfir með hvaða hætti Innri endurskoðun borgarinnar stendur að gerð endurskoðunaráætlunar.

8. Önnur mál

a. Formaður gerði grein fyrir fundi sem hann átti með stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur (OR). 

b. Tekið fyrir erindi KPMG um hvort endurskoðun dótturfélaga OR falli undir samning og útboð á ytri endurskoðun fyrir samstæðu borgarinnar.  Ákveðið að senda erindið til borgarlögmanns til að skera úr um hvort þetta falli ekki örugglega undir samning og útboð um ytri endurskoðun.

c. Farið yfir aukaverk og reikninga PWC frá síðustu endurskoðun. Ekki gerðar athugasemdir við aukareikningana.

d. Eftirfylgni verkefna sbr. minnisblað við starfslok fyrri nefndar, 30.05.14, frestað til næsta fundar.

Fundi slitið kl. 18:30

Ólafur B. Kristinsson

Ingvar Garðarsson Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 21.8.2014 - prentvæn útgáfa