Endurskoðunarnefnd
Endurskoðunarnefnd
Árið 2014, mánudaginn 30. júní, var haldinn 78. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12, 3. hæð, og hófst kl. 16:13. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir og Ingvar Garðarsson. Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram tillaga að breytingum á samþykkt fyrir endurskoðunarnefnd. Samþykkt að vísa tillögunni ásamt greinargerð til borgarráðs.
2. Kjöri endurskoðunarnefndar lýst. Borgarstjórn Reykjavíkur kaus þessa fulltrúa samkvæmt fundargerð borgarstjórnar 16. júní 2014: Aðalmenn: Ólafur B Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir og Ingvar Garðarsson. Formaður var kjörinn Ólafur B Kristinsson. Varamenn: Helga Harðardóttir, Ólafur Viggó Sigurbergsson og Einar S. Hálfdánarson.
3. Lagt fram erindi Orkuveitu Reykjavíkur dags. 25. júní sl. um kaup á aukaverkum af ytri endurskoðanda, KPMG. Samþykkt.
Fundi slitið kl. 17:06
Ólafur B. Kristinsson
Inga Björg Hjaltadóttir Ingvar Garðarsson
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 30.6.2014 - prentvæn útgáfa