Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 77

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Árið 2014, föstudaginn 30. maí, var haldinn 77. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Tjarnargötu 12, 3. hæð, og hófst kl. 09:00. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir og Sigrún Guðmundsdóttir. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir. 

Þetta gerðist:

1. Fjallað um tilboð í úttekt á aðdraganda stofnunar nýs Skóla- og frístundasviðs. Ákveðið að taka tilboði Intellecta, 8.maí 2014. Anna Margrét Jóhannesdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

2. Lok verkáætlunar endurskoðunarnefndar var lögð fram 14.05.14.

3. Lagt fram skjal varðandi starfslok endurskoðunarnefndar. Í skjalinu er farið yfir þau viðfangsefni sem núverandi endurskoðunarnefnd telur rétt að vekja athygli á. 

4. Lagt fram skjal FMS um fjárstýringarstefnu Reykjavíkurborgar og reglur um fjárstýringu hjá Reykjavíkurborg.

Fundi slitið kl. 09:45

Ólafur B. Kristinsson

Inga Björg Hjaltadóttir Sigrún Guðmundsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 30.05.2014