Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 76

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Árið 2014, miðvikudaginn 14. maí, var haldinn 76. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Tjarnargötu 12, 3. hæð og hófst kl. 14:06. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir og Sigrún Guðmundsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson. 

Þetta gerðist:

1. Rætt um aukaverk og aukareikninga KPMG vegna endurskoðunar ársreiknings Orkuveitunnar fyrir árið 2013. 

Sigríður Ármannsdóttir, formaður endurskoðunarnefndar Orkuveitu Reykjavíkur og Guðmundur I Bergþórsson, innri endurskoðandi Orkuveitu Reykjavíkur sitja fundinn undir þessum lið. Formaður endurskoðunarnefndar OR vísar í eftirfarandi bókun stjórnar OR frá 15. nóvember 2013: Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur beinir þeim tilmælum til stjórnenda Orkuveitu Reykjavíkur á ráðgjafaþjónustu og annarri þjónustu en endurskoðun til annarra en kjörinna ytri endurskoðenda eða endurskoðunarfyrirtækis í samræmi við útboðslýsingu lið 1.2. í útboði Reykjavíkurborgar á kaupum á endurskoðunarþjónustu. 

2. Rætt um yfirfærslu verkefna endurskoðunarnefndar Orkuveitu Reykjavíkur til endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar í samræmi við ákvæði nýs sameignarsamnings um Orkuveitu Reykjavíkur.

Sigríður Ármannsdóttir, formaður endurskoðunarnefndar OR og Guðmundur I. Bergþórsson, innri endurskoðandi OR sitja fundinn undir þessum lið.

Samþykkt að óska eftir að skriflegri lýsingu á starfsháttum endurskoðunarnefndar Orkuveitu Reykjavíkur, yfirliti yfir verkefni sem eru í gangi og að hafinn verði undirbúningur að yfirfærslu gagna nefndarinnar til nýrrar nefndar. 

3. Fram fer kynning á valkostum um framtíðarskipan innri endurskoðunar innan samstæðu Reykjavíkurborgar

Sigríður Ármannsdóttir, formaður endurskoðunarnefndar Orkuveitu Reykjavíkur og Guðmundur I Bergþórsson, innri endurskoðandi Orkuveitu Reykjavíkur sitja fundinn undir þessum lið.

4. Lagt fram yfirlit Fjármálaskrifstofu ódags. um stöðu aðgerðaáætlunar til úrvinnslu ábendinga Innri endurskoðunar gagnvart uppgjörsferli hjá Reykjavíkurborg, sbr. tilmæli endurskoðunarnefndar frá 28.febrúar sl.

Birgir Björn Sigurjónsson og Gísli H Guðmundsson sitja fundinn undir þessum lið.

5. Lögð fram tillaga innri endurskoðanda um að Innri endurskoðun taki að sér innri endurskoðun hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

Samþykkt að vísa tillögunni til meðferðar stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur

6. Lögð fram tillaga innri endurskoðanda um innri endurskoðun hjá Bílastæðasjóði og Skíðasvæðum höfuðborgarsvæðisins.

Frestað

7. Fjallað um tilboð í úttekt á aðdraganda stofnunar nýs skóla- og frístundasviðs.

Frestað

Hallur Símonarson vék af fundi við afgreiðslu málsins.

Fundi slitið kl. 16:51

Ólafur B. Kristinsson

Inga Björg Hjaltadóttir Sigrún Guðmundsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 14.05.2014 - prentvæn útgáfa