No translated content text
Endurskoðunarnefnd
Endurskoðunarnefnd
Árið 2014, mánudaginn 7. apríl, var haldinn 71. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Tjarnargötu 12, 3. hæð, og hófst kl. 13:13. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir og Sigrún Guðmundsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram handrit að ársreikningi Reykjavíkurborgar fyrir árið 2013 dags. 4.4.2014
Bókun endurskoðunarnefndar:
Nefndin hefur fundað með ytri endurskoðendum, stjórnendum Fjármálaskrifstofu, formanni borgarráðs og endurskoðunarnefnd Orkuveitu Reykjavíkur. Ýmis mál tengd reikningsskilum Reykjavíkurborgar og B hluta félögum komu til umfjöllunar í nefndinni en eins og á síðasta ári er stærsta álitamálið tengt reikningshaldslegri meðferð á sölu Orkuveitunnar á höfuðstöðvum sínum að Bæjar- og Réttarhálsi, endurleigu á þessum eignum og meðferð leigusamnings. Þá hefur verið fjallað um reikningshaldslega meðhöndlun fastafjármuna Félagsbústaða í nefndinni en breytingar hafa orðið á reikningsskilaaðferðum á milli ára er snúa að matsverði fjárfestingaeigna í eigu Félagsbústaða hf. Nefndin fékk ásamt innri og ytri endurskoðendum kynningu á ársreikningi Reykjavíkurborgar 2013 þann 31. mars 2014 og var það rúmri viku fyrr en á síðasta ári. Áður hafði nefndin yfirfarið ársreikninga og endurskoðunarskýrslur B hluta fyrirtækja. Fjármálaskrifstofa hefur því brugðist við ábendingum nefndarinnar frá síðasta ári og gefið nefndinni rýmri tíma til að rýna ársreikninginn áður en hann verður lagður fyrir borgarráð til samþykktar, fullgerður og tilbúinn til endurskoðunar, þann 10. apríl næstkomandi. Endurskoðunarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu á grundvelli ofangreinds að ekkert bendi til annars en að ársreikningur Reykjavíkurborgar fyrir árið 2013, sem verður lagður fram á fundi borgarráðs þann 10. apríl nk., teljist fullgerður og tilbúinn til endurskoðunar í samræmi við 3. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
2. Rætt um drög að greinargerð Fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar með ársreikningi 2013
Endurskoðunarnefndin þakkar Fjármálaskrifstofunni þá góðu vinnu sem liggur að baki drögum að greinargerð sem nefndin hefur fjallað um.
Samþykkt að senda Fjármálaskrifstofunni ábendingar og hugleiðingar nefndarinnar við drögin.
3. Lagt fram að nýju erindi fjármálastjóra um skil á gögnum vegna fjárhagsáætlunar 2015-2019. R14010255
Samþykkt að senda inn framlögð svör um fjárhag Innri endurskoðunar annars vegar og fjárhag endurskoðunarnefndar hins vegar út frá skuldbindingum, tækifærum og ógnunum 2015-2019.
Fundi slitið kl. 16:45
Ólafur B. Kristinsson
Inga Björg Hjaltadóttir Sigrún Guðmundsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 7.4.2014 - prentvæn útgáfa