Endurskoðunarnefnd
Endurskoðunarnefnd
Árið 2014, mánudaginn 31. mars, var haldinn 70. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Tjarnargötu 12, 3. hæð, og hófst kl. 8:35. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir og Sigrún Guðmundsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram ráðningarbréf ytri endurskoðenda Faxaflóahafna sf. dags. 22. janúar 2014.
2. Lagt fram ráðningarbréf ytri endurskoðenda Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. dags. 22. janúar 2014.
3. Lagt fram ráðningarbréf ytri endurskoðenda Strætó bs. dags. 22. janúar 2014.
4. Rætt um framgang vinnu við ársreikning Reykjavíkurborgar.
Undir þessum lið taka sæti á fundinum Birgir Björn Sigurjónsson, Gísli H Guðmundsson og Halldóra Káradóttir frá Fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar og Guðmundur Snorrason frá PricewaterhouseCoopers.
5. Rætt um vinnu við skýrslu endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar 2014.
6. Fram fer kynning á niðurstöðum Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar úr eftirfylgniúttekt á virkni innra eftirlits á sviði upplýsingaöryggis og viðbrögðum stjórnenda við ábendingum ytri og innri endurskoðenda. Rætt var um mikilvægi þess að borgarráð yrði upplýst um veikleika í rekstri upplýsingatæknideildar. IE13120002.
Undir þessum lið tekur sæti á fundinum Sigrún Lilja Sigmarsdóttir frá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar.
Samþykkt að óska eftir viðbrögðum borgarritara við ábendingum sem Innri endurskoðun hefur komið á framfæri við stjórnendur.
7. Lagt fram erindi fjármálastjóra um skil á gögnum vegna fjárhagsáætlunar 2015-2019. R14010255
Rætt um fjárhag Innri endurskoðunar annars vegar og fjárhag endurskoðunarnefndar hins vegar út frá skuldbindingum, tækifærum og ógnunum 2015-2019.
8. Lagt fram erindi innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar um að úttekt á aðdraganda stofnunar Skóla- og frístundasviðs verði útvistað til utanaðkomandi óháðs aðila með vísan til samþykktar borgarstjórnar frá 6. september 2011. IE13110001
Samþykkt.
Fundi slitið kl. 11:49
Ólafur B. Kristinsson
Inga Björg Hjaltadóttir Sigrún Guðmundsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 31.3.2014 - prentvæn útgáfa