Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 7

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Ár 2012, þriðjudaginn 3. apríl, var haldinn 7. fundur endurskoðunarnefndar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 15.34. Viðstödd voru: Ólafur B Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir.
Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1. Samþykkt síðustu fundargerðar: Fundargerð 6. fundar yfirfarin og undirrituð.

2. Ársreikningur. Umræður um birtingu ársreiknings í Kauphöll. Undir þessum lið komu á fundinn frá fjármálaskrifstofu Birgir Björn Sigurjónsson, fjármálastjóri og Gísli H Guðmundsson borgarbókari.
a. Spurt var um skyldur Reykjavíkurborgar til birtingar fjárhagsupplýsinga í Nasdaq OMX Iceland (Kauphöll) út frá undanþáguákvæði í 56. grein laga 108/2007 um verðbréfaviðskipti.
b. Aðilar fjármálaskrifstofu gerðu grein fyrir þeim skyldum sem hvíla á Reykjavíkurborg samkvæmt reglum Kauphallar. Á grundvelli samnings við Kauphöllina sem Reykjavíkurborg hefur undirritað skuldbindur borgin sig til þess að birta ársreikning í aprílmánuði ár hvert og samkvæmt reglum fyrir útgefendur fjármálagerninga á að birta ársreiknings svo fljótt sem auðið er.
c. Ákveðið að endurskoðunarnefnd ásamt fjármálastjóra fundi með aðilum Kauphallar um feril birtingar ársreiknings á næsta fundi nefndarinnar miðvikudaginn 11. apríl nk.
d. Ákveðið að funda með fjármálaskrifstofu og ytri endurskoðendum um ársreikning á næsta fundi nefndarinnar miðvikudaginn 11. apríl nk.

Fundi slitið kl. 16.26

Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Sturla Jónsson