Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 6

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd


Ár 2012, mánudaginn 2. apríl, var haldinn 6. fundur endurskoðunarnefndar. Fundurinn var haldinn í ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.00 Viðstödd voru: Ólafur B Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sturla Jónsson. Fundarritari var Hallur Símonarson.


Þetta gerðist:


1. Samþykkt síðustu fundargerðar: Fundargerðir 4. og 5. fundar yfirfarnar og undirritaðar.

2. Staðan eftir kynningar: Farið yfir stöðuna eftir kynningar sem farið hafa fram á síðustu fundum endurskoðunarnefndar. Umræður um að regluleg samskipti munu verða við innri endurskoðun, borgarráð og endurskoðunarnefnd Orkuveitu Reykjavíkur sf.

3. Næstu skref: Rætt um að fá fund með oddvitum framboða í Reykjavík.

4. Ársreikningur: Rætt um ársreikning og birtingaráætlun. Ákveðið að fá fund með fjármálaskrifstofu til að ræða birtingu ársreiknings.

5. Starfsreglur: Umræður um starfsreglur endurskoðunarnefndar

6. Önnur mál: Nefndinni afhent eintök af 2012 uppfærslu að IPPF stöðlum um innri endurskoðun.





Fundi slitið kl. 10.14

Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Sturla Jónsson