Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 69

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Árið 2014, mánudaginn 17. mars, var haldinn 69. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Tjarnargötu 12, 3. hæð, og hófst kl. 8:37. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson og Sigrún Guðmundsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson. 

Þetta gerðist:

1. Ársreikningur Strætó bs. lagður fram. 

2. Ársreikningur Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. lagður fram. 

3. Ársreikningar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. og dótturfélaga lagðir fram. 

4. Ársreikningur Sorpu bs. lagður fram.

5. Ársreikningur Íþrótta- og sýningarhallarinnar hf. lagður fram.

6. Drög að ársreikningi Félagsbústaða hf. lögð fram.

7. Rætt um framvind og stöðu endurskoðunar ársreiknings Reykjavíkurborgar fyrir árið 2013.

Undir þessum lið tekur sæti á fundinum Guðmundur Snorrason.

8. Rætt um verkefni Innri endurskoðunar sem varða endurskoðun ársreiknings.

Undir þessum lið taka sæti á fundinum Ingunn Þórðardóttir og Anna Margrét Jóhannesdóttir.

9. Rætt um fyrirhugaðan vinnufund endurskoðunarnefndar um áhættustýringu o.fl.

Fundargerð lesin upp og undirrituð á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:29

Ólafur B. Kristinsson

Sigrún Guðmundsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 17.3.2014 - prentvæn útgáfa