Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 68

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Árið 2014, mánudaginn 3. mars, var haldinn 68. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Tjarnargötu 12, 3. hæð, og hófst kl. 8:37. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Inga Björg Hjaltadóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson. 

Þetta gerðist:

1. Viðhorfskönnun endurskoðunarnefndar –niðurstöður könnunar lagðar fram.

2. Upplýsingafundur með formanni borgarráðs – formaður upplýsir um helstu atriði sem rædd voru á fundinum sem haldinn var 28. febrúar sl. m.a. um skýrslu Innri endurskoðunar um uppgjörsferlið hjá Reykjavíkurborg og áhættustjórnun hjá A hluta Reykjavíkurborgar. 

3. Rætt um áhættustjórnun hjá Reykjavíkurborg, hlutverk endurskoðunarnefndar gagnvart verkefninu og hlutverk Innri endurskoðunar. Rætt um ábendingar Innri endurskoðunar þess efnis að borgin móti sér heildstæða áhættustefnu sem birst hafa í skýrslum skrifstofunnar um mat á eftirlitsumhverfinu frá 2008.

4. Aðgangur endurskoðunarnefndar að gögnum viðkomandi störfum nefndarinnar.

Undir þessum lið tekur sæti á fundinum Gunnar Eiríkur Huebner.

5. Úttekt Innri endurskoðunar á uppgjörsferli Reykjavíkurborgar – Lagt fram bréf fjármálastjóra dags. 28. febrúar 2014 um viðbrögð við tilmælum endurskoðunarnefndar dags. 10. febrúar 2014.

Fundi slitið kl. 12.27

Ólafur B. Kristinsson

Inga Björg Hjaltadóttir Sigrún Guðmundsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 3.3.2014 - prentvæn útgáfa