Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 67

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Árið 2014, mánudaginn 24. febrúar, var haldinn 67. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Tjarnargötu 12, 3. hæð, og hófst kl. 8:43. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Inga Björg Hjaltadóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson. 

Þetta gerðist:

1. Lagt fram ráðningarbréf ytri endurskoðenda Gagnaveitunnar undirritað 27. janúar 2014.

2. Lagt fram ráðningarbréf ytri endurskoðenda Orkuveitunnar undirritað 27. janúar 2014. 

3. Lagt fram ráðningarbréf ytri endurskoðenda Félagsbústaða undirritað 30. janúar 2014. 

4. Lagt fram ráðningarbréf ytri endurskoðenda Sorpu dagsett 31. janúar 2014. 

5. Lagt fram ráðningarbréf ytri endurskoðenda Malbikunarstöðvarinnar Höfða dagsett 23. janúar 2014.

6. Rætt um störf áhættustýringarhóps Fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar

Endurskoðunarnefnd samþykkir að óska eftir fundi með fjármálastjóra til að fá frekari upplýsingar um störf áhættustýringarhóps.

7. Rætt um störf endurskoðunarnefndar Orkuveitu Reykjavíkur og samstarf við endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar m.a. með hliðsjón af ákvæðum í sameignarsamningi um Orkuveitu Reykjavíkur sem staðfestur var í borgarstjórn Reykjavíkur 18. febrúar 2014. 

Undir þessum lið taka sæti á fundinum Sigríður Ármannsdóttir, Per Henje og Gylfi Magnússon.

8. Innri endurskoðun – rætt um störf Innri endurskoðunar, upplýsingamiðlun og samstarf við endurskoðunarnefnd.

9. Beiðni Strætó bs. um viðbótarverk skv. 5. grein verksamnings um endurskoðunarþjónustu.

Endurskoðunarnefnd samþykkir framkomna beiðni frá fjármálastjóra Strætó frá 6. febrúar með vísan í upplýsingar um áætlað umfang sbr. tölvupóst frá 20. febrúar 2014 enda falli aðstoðin undir grein 290.169 í siðareglum löggiltra endurskoðenda.

10. Beiðni KPMG um viðbótarverk hjá Félagsbústöðum skv. 5. grein verksamnings um endurskoðunarþjónustu.

Samþykkt með vísan í beiðni frá framkvæmdastjóra Félagsbústaða sem barst með tölvupósti frá 13. febrúar enda falli aðstoðin undir grein 290.169 í siðareglum löggiltra endurskoðenda.

11. Lagður fram viðauki við samning um endurskoðunarþjónustu hjá Reykjavíkurborg vegna breytinga hjá Félagsbústöðum hf.

Fundi slitið kl. 11.29

Ólafur B. Kristinsson

Inga Björg Hjaltadóttir Sigrún Guðmundsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnend 24.2.2014 - prentvæn útgáfa