Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 66

Endurskoðunarnefnd

Endurskoðunarnefnd

Árið 2014, mánudaginn 10. febrúar, var haldinn 66. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Tjarnargötu 12, 3. hæð, og hófst kl. 8:33. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Inga Björg Hjaltadóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson. 

Þetta gerðist:

1. Rætt um fyrirhugaða viðhorfskönnun endurskoðunarnefndar á eigin störfum.

Samþykkt að senda viðhorfskönnun til hagsmunaaðila.

2. Innri endurskoðun – rætt um niðurstöður úttektar á uppgjörsferli. 

Endurskoðunarnefnd þakkar Innri endurskoðun góða vinnu við úttekt á uppgjörsferli Reykjavíkurborgar. Samþykkt að óska eftir viðbrögðum fjármálastjóra Reykjavíkurborgar við skýrslu Innri endurskoðunar og að formaður sendi fyrirspurn þess efnis. 

3. Fram fer kynning á skoðun Innri endurskoðunar á innra eftirliti hjá Norðlingaskóla.

4. Rætt um fyrirhugaða breytingu á verkefnum endurskoðunarnefndar.

5. Beiðni Strætó bs. um viðbótarverk skv. 5. grein verksamnings um endurskoðunarþjónustu.

Endurskoðunarnefnd samþykkir að óska eftir upplýsingum um kostnað vegna viðbótarverks.

6. Beiðni KPMG um viðbótarverk hjá Félagsbústöðum skv. 5. grein verksamnings um endurskoðunarþjónustu.

Samþykkt með hliðsjón af tilmælum borgarritara að erindið berist jafnframt frá framkvæmdastjóra Félagsbústaða og að því fylgi upplýsingar um kostnað vegna viðbótarverks.

7. Beiðni KPMG um breytingu á samningi um endurskoðunarþjónustu vegna áhrifa IFRS reikningsskila hjá Félagsbústöðum hf. með vísan í gr. 1.9. í útboðsskilmálum

Endurskoðunarnefnd gerir ekki athugasemdir við ástæður beiðnar KPMG. Samþykkt að vísa erindinu til innkaupastjóra Reykjavíkurborgar.

8. Rætt um verkefnaáætlun endurskoðunarnefndar og það sem framundan er.

9. Undirritun fundargerðar.

Fundi slitið kl. 11.08

Ólafur B. Kristinsson

Inga Björg Hjaltadóttir Sigrún Guðmundsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnend 10.2.2014 - prentvæn útgáfa